Auglýsing
Frosin bleik jarðarberjaterta, toppterta Vinkvennakaffi jarðarber kaka terta raw food
Frosin bleik ostaterta – toppterta

Frosin bleik ostaterta

Á sunnudaginn voru hér nokkrar prúðbúnar dömur í árlegu kaffiboði. Slíkar kaffikvennasamkundur eru kjörinn vettvangur til að prófa nýjar tertur. Sem betur fer lukkast þær flestar vel en auðvitað kemur fyrir að ein og ein er “ekkert spes” eins og kona nokkur í boðinu hafi á orðu um tilraunakaffimeðlæti sem þær smökkuðu. Íslensk jarðarber flæða nú úr gróðurhúsum landsmanna. Þessi terta kemst alveg á topp þrjú yfir bestu hráfæðisterurnar.

🍓

Auglýsing

VINKVENNAKAFFI — JARÐARBER

🍓

Frosin bleik ostaterta

Botn

300 g möndlur

12 döðlur, mjúkar

2-3 msk kókosolía, fljótandi

smá salt

Fylling:

3 dl fersk eða frosin jarðarber

safi úr 1/2 sítrónu

1/3 b hunang

2 dl mascarpone

2 dl grísk jógúrt

Skraut:

jarðarber

Botn: Setjið allt í matvinnsluvél og maukið. Látið hringform á tertudisk (ekki botninn) og setjið “deigið” þar í. Þrístið því niður og aðeins upp með hliðunum. Frystið á meðan fyllingin er útbúin.

Fylling

Blandið saman í matvinnsluvél mascarpone, jógúrt, hunangi og sítrónusafa. Bætið jarðarberjunum saman við síðast. Hellið yfir fyllinguna og frystið. Skreytið með ferskum jarðarberjum (ég gleymdi því…)

Vinkvennakaffi Gúddý Guðrún hulda Ragnheiður Aradóttir ragga sólveig Gunna Stína Sóley, Íris LInda
Prúðbúnar dömur í kaffiboði

Vinkvennakaffi Kata Kolbeins Sólrún Árdís Carola Stína Ben

🍓

VINKVENNAKAFFI — JARÐARBER

🍓