
Bernaisesósa
8 eggjarauður
400 g smjör (brætt)
2-3 msk Bernaise essens
eitt box ferskt estragon
Rjómasletta (má svo sannarlega sleppa)
Estragongreinarnar skolaðar og laufin hreinsuð af stilkunum, og grófsöxuð niður, sett til hilðar.
Þeytið Bernaise essensinn og eggjarauðurnar í vatnsbaði þar til þær verða stífar, bætið smjörinu (sem búið er að bræða) við hægt og rólega í mjórri bunu. Og þeyttarinn látinn vinna á sósunni allan tímann.
Bætið estragonlaufunum við og hrærir saman við sósuna, þegar þarna er komið við sögu má bæta við rjóma og hræra við. Þarf ekki en það má og þá í þeim skammti sem hver og einn vill!


Örvar Már og Þóra buðu upp á þessa góðu Bernaisesósu í skemmtilegu matarboði á dögunum