Fjör hjá kvenfélagskonum í Þykkvabænum

Fjör hjá kvenfélagskonum í Þykkvabænum kvenfélagið í þykkvabæ þykkvibær kvenfélagskonur
Fjör hjá kvenfélagskonum í Þykkvabænum

Við vorum að koma úr Þykkvabænum og hittum þar eldhressar konur í Kvenfélaginu Sigurvon á Hótel Vos. Starfsemin er blómleg eins og við var að búast en félagið fagnar áttatíu ára afmæli í upphafi næsta árs. Við spjölluðum við þær um borðsiði, kurteisi en þó mest um daginn og veginn. Svo var sungið já og haft gaman. Það vakti athygli okkar að veitingarnar vour langflestar ósætar og það sem var sætt voru Sörur og ávextir + súkkulaðigosbrunnur. Allt var þetta girnilegt að sjá og smakkaðist undurvel.

Bergþór Lilja Páll Albert
Djöflaegg Harðsoðin egg skorin í tvennt og rauðan tekin úr.KavíarsmjörrjómaosturDijon sinnepsvartur piparhunang
Djöflaegg

Djöflaegg
Harðsoðin egg skorin í tvennt og rauðan tekin úr.
Kavíar
smjör
rjómaostur
Dijon sinnep
svartur pipar
hunang
Hrærið öllu saman við rauðurnar og sprautið í eggið og skreytið með steinselju og reyktu paprikudufti.

Poppaður laxpoppflögur með sjávarsalti (eða ristað snittubrauð.)hvítlauksostur reyktur laxvorlaukur og rauð paprika til skrauts.
Poppaður lax

Poppaður lax
poppflögur með sjávarsalti (eða ristað snittubrauð.)
hvítlauksostur
reyktur lax
vorlaukur og rauð paprika til skrauts.

Sósa:
Grísk jógúrt
chilisulta
sítrónupipar
soyasósa (Blue Dragon)
Flögurnar smurðar með ostinum , reyktur las þar ofan á og smá sósutoppur.
Ath. að poppflögurnar missa stökkleika sinn ef þetta er sett saman með löngum fyrirvara.

Hindberjaleginn skarkoli (rauðspretta)
Hindberjaleginn skarkoli (rauðspretta)
Hindberjaleginn skarkoli (rauðspretta)2.5 kg skarkoli1 blaðlaukur 3 paprikur (blandaðir litir)ca ½ staukur fimm korna McCormick piparblanda (mulin)1 msk sjávarsalt½ dl sítrónusafi (úr belg)1 dl hvítvín 1 ½ l hindberjasaft
Hindberjaleginn skarkoli (rauðspretta)

Hindberjaleginn skarkoli (rauðspretta)
2.5 kg skarkoli
1 blaðlaukur
3 paprikur (blandaðir litir)
ca ½ staukur fimm korna McCormick piparblanda (mulin)
1 msk sjávarsalt
½ dl sítrónusafi (úr belg)
1 dl hvítvín
1 ½ l hindberjasaft
Skerið fiskinn er í þunnar sneiðar, blaðlaukur og paprika einnig skorin þunnt. Blandið öllu saman og látið standa í kæli í 1 ½ -2 sólarhringa.
Berið fram með ristuðu brauði og sósu.

Sósan með skarkolanum
2 hlutar mæjó
1 hluti sýrður rjómi
kurlaður ananas
piparblanda
salt
sætt sinnep
hunang.
Smakkað til ……. gott að setja dassa af þeyttum rjóma saman við sósuna.

Grafinn hrossvöðvi á kartöfluskífu Villijurtakrydd frá PottagöldrumBest á allt frá Pottagöldrumpiparblandasalt og sykur.
Grafinn hrossvöðvi á kartöfluskífu

Grafinn hrossvöðvi á kartöfluskífu
Villijurtakrydd frá Pottagöldrum
Best á allt frá Pottagöldrum
piparblanda
salt og sykur.
Öllu blandað saman og kjötið hjúpað kryddinu, pakkað vel inn og geymt í kæli í ca 2 sólarhringa.
Kartöflur skornar í þunnar skífur, kryddaðar með jurtasalti og bakaðar gullinbrúnar (passa að brenna ekki) Þá er að setja saman þetta gúmmelaði ….. kartöfluskífa, piparrótarsósa, rauðlaukssulta, lagleg sneið af hrossakjötinu og klettasalat til skrauts.

Hrönn kom með rúgbrauðssnittur með plokkfiski, reyktum laxi, hangikjötstartar og síld. Girnilegar og góðar snittur.

Hrönn kom með rúgbrauðssnittur með plokkfiski, reyktum laxi, hangikjötstartar og síld. Girnilegar og góðar snittur.

Fjör hjá kvenfélagskonum í Þykkvabænum
Fjör hjá kvenfélagskonum í Þykkvabænum
Fjör hjá kvenfélagskonum í Þykkvabænum
Fjör hjá kvenfélagskonum í Þykkvabænum
Fjör hjá kvenfélagskonum í Þykkvabænum
Fjör hjá kvenfélagskonum í Þykkvabænum
Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.