Rósettur með rjómasalati

Rósettur, Jóhanna Sigfúsdóttir, Reyðarfjörður, rjómasalat, kvenfélag reyðarfjarðar
Rósettur með rjómasalati

Rósettur með rjómasalati.

Jóhanna Sigfúsdóttir kom með rósettur á fund Kvenfélagsins á Reyðarfirði. Rósettur þóttu mér alveg óskaplega góðar í æsku en hef nú eiginlega ekki smakkað þær í áratugi. Rósetturnar tengi ég við fermingarveislur þar sem haft var rjómasalat með perum, gráfíkjum og súkkulaði.

REYÐARFJÖRÐURKVENFÉLÖGFERMINGPERURGRÁFÍKUR

.

Rósettujárn

Rósettur með rjómasalati

125 g hveiti
1 egg
1/2 tsk salt
1/2 dl pilsner eða bjór
2 dl mjólk
Blandið öllu saman og látið bíða í amk klukkustund áður en bakað er. Dýfið járninu í deigið og síðan beint í vel heita plöntufeiti eða tólg. Berið fram með með rjómasalati með þeyttum rjóma, súkkulaði, (niðursoðnum) perum og gráfíkjum.

Rósetturnar voru á boðstólnum ásamt fleira góðgæti á fundi Kvenfélags Reyðarfjarðar.

Kvenfélag Reyðarfjarðar
Á fundi með kvenfélagskonum á Reyðarfirði

.

REYÐARFJÖRÐURKVENFÉLÖGFERMINGPERURGRÁFÍKUR

— RÓSETTUR MEÐ RJÓMASALATI —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Hafrakökur úr Hvíta húsinu

Hafrakökur úr Hvíta húsinu. Þessi uppskrift ku vera komin frá Michelle Obama. Forsetafrúin er áhugasöm um hollt og gott mataræði, ekki bara í Hvítahúsinu hún hefur talað fyrir því að Bandaríkjamenn borði betri mat.

Hábítur í Perlunni – Út í bláinn

Út í bláinn í Perlunni. Efstu hæð Perlunnar í Reykjavík hefur verið breytt mikið, matsölustaðurinn Út í bláinn er sunnan megin og Kaffitár er norðan megin. Já og gólfið snýst núna aðeins á kvöldin. Við skelltum okkur í vel útilátinn hábít í Perlunni á nýja veitingastaðinn Út í bláinn. Hábítur er brunch, eða hádegismatur og árbítur í einu orði.