Ný heimasíða eftir nokkra daga

Ný heimasíða eftir nokkra daga albert eldar vinsælasta matarblogg vinsælt mest lesið skoðað

Ný heimasíða. Föstudaginn 15. febrúar verða liðin sjö ár síðan þessi matarbloggsíða fór í loftið. Þann dag verður afhjúpuð ný heimasíða, missið ekki af því.

Gaman að segja frá því að umferðin um síðuna er ævintýri líkust. Daglega eru nokkur þúsund heimsóknir en toppurinn var fyrir nokkru þegar rúmlega 25 þúsund innlit voru á síðuna.

Best ever

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Ásta Snædís á Brekkunni á Stöðvarfirði

Ásta Snædís á Brekkunni á Stöðvarfirði er kona sem margir hafa matarást á og vel þess virði að koma við hjá henni. Á Brekkunni má fá fisk dagsins sem oftar en ekki er veiddur samdægurs. Einnig eru þær dömur með litla búð með nauðsynjavörum. Eiginlega má segja að sjón sé sögu ríkari.

Afternoon tea á Apótekinu

Afternoon tea á Apótekinu. Það er svo eftirminnilegt að fara í Afternoon tea og njóta í botn. Greinilegt er að Afternoon tea á Apótekinu hefur slegið hressilega í gegn. Þegar við prófuðum herlegheitin þá var fullt út úr dyrum og mikil og góð stemning á staðnum. Þjónustulipurt afgreiðslufólk með augu á hverjum fingri, snérist í kringum gesti.

Persnesk/írönsk saffranveisla hjá Írisi Sveins og Jóni

Persnesk/írönsk saffranveisla hjá Írisi Sveins. Heiðurshjónin Íris Sveinsdóttir og Jón Guðmundsson buðu í undurgóða saffranveislu. Íris segir að persneskt eða íranskt eldhús hafi þá sérstöðu að flestallt er hægeldað.