Auglýsing
Mjög góður fiskréttur í formi, Marlín, Reyðarfjörður, kvenfélag Reyðarfjarðar
Mjög góður fiskréttur í formi

Mjög góður fiskréttur í formi

Marlín kom með þennan góða rétt á fund hjá Kvenfélagi Reyðarfjarðar. Fiskrétturinn getur staðið einn sem aðalréttur. Mjög bragðgóður réttur sem upphaflega voru notaðir fiskafgangar í hann. „Ég var að nota rækjur og surimi, slepti fiskinum og bætti kínóa við.” segir Marlín sem rekur gistihúsið Hjá Marlín á Reyðarfirði.

KVENFÉLÖGREYÐARFJÖRÐURFISKUR

.

Mjög góður fiskréttur í formi

200-300 g soðin eða steiktur fiskur án roðs og bein
1 dl rjómi
1 sitróna
100 g hreinsaðar rækjur
100 g smjör
1 smálaukur
1-2 hvitlauksgeirar
1 steinseljuknippi
2 sneiðar franskbrauð
salt, pipar, sitrónupipar.

Látið fiskinn (eða surimi) og rækjur í elðfast mót.
Setjið léttþeyttan rjóma bragðbættum með sítrónusafa, salt, pipar og sítrónupípar ofan á.
Hrærið rifinn eða fínsaxaðan lauk, marinn hvítlauk, finskorna steinselju og mulið skorpulaust brauð út í mjúkt smjör.
Dreifið því yfir rækjurnar.
Setjið í ofn og hitið í gegn á 225°C (10-15 min)

Með eldhressum kvenfélagskonum á Reyðarfirði
Með eldhressum kvenfélagskonum á Reyðarfirði

Albert, Bergþór, fyrirlestur, borðsiðir, söngur, skemmtun

KVENFÉLÖGREYÐARFJÖRÐURFISKUR

.

Auglýsing