Mjög góður fiskréttur í formi

Mjög góður fiskréttur í formi, Marlín, Reyðarfjörður, kvenfélag Reyðarfjarðar
Mjög góður fiskréttur í formi

Mjög góður fiskréttur í formi

Marlín kom með þennan góða rétt á fund hjá Kvenfélagi Reyðarfjarðar. Fiskrétturinn getur staðið einn sem aðalréttur. Mjög bragðgóður réttur sem upphaflega voru notaðir fiskafgangar í hann. „Ég var að nota rækjur og surimi, slepti fiskinum og bætti kínóa við.” segir Marlín sem rekur gistihúsið Hjá Marlín á Reyðarfirði.

KVENFÉLÖGREYÐARFJÖRÐURFISKUR

.

Mjög góður fiskréttur í formi

200-300 g soðin eða steiktur fiskur án roðs og bein
1 dl rjómi
1 sitróna
100 g hreinsaðar rækjur
100 g smjör
1 smálaukur
1-2 hvitlauksgeirar
1 steinseljuknippi
2 sneiðar franskbrauð
salt, pipar, sitrónupipar.

Látið fiskinn (eða surimi) og rækjur í elðfast mót.
Setjið léttþeyttan rjóma bragðbættum með sítrónusafa, salt, pipar og sítrónupípar ofan á.
Hrærið rifinn eða fínsaxaðan lauk, marinn hvítlauk, finskorna steinselju og mulið skorpulaust brauð út í mjúkt smjör.
Dreifið því yfir rækjurnar.
Setjið í ofn og hitið í gegn á 225°C (10-15 min)

Með eldhressum kvenfélagskonum á Reyðarfirði
Með eldhressum kvenfélagskonum á Reyðarfirði

Albert, Bergþór, fyrirlestur, borðsiðir, söngur, skemmtun

KVENFÉLÖGREYÐARFJÖRÐURFISKUR

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Pílagrímaterta – Tarta de Santiago

Pílagrímaterta IMG_2052

Pílagrímaterta. Margrét Jónsdóttir Njarðvík á ferðaskrifstofuna Mundo (sem við fórum með til Mont Blanc) bauð í fimmtugsafmæli sínu upp á paellu og pílagrímatertu á eftir. Meðal annars hafa fjölmargir farið Jakobsstíginn á Spáni á hennar vegum - hinn svokallaða pílagrímastíg. „þessi pílagrímaterta er snædd á Jakobsvegi. Farþegar Mundo missa sig í kökuna því hún er ávanabindandi og ekki óholl - þökk sé öllum möndlunm í henni." Pílagrímatertan er afar bragðgóð og mjúk terta. Falleg, holl og góð möndluterta.

Fylltar pönnukökur með ávaxtamascarpone

Albert, Signý og Steinunn

Fylltar pönnukökur með ávaxtamascarpone. Það eru notalegar og hlýjar minningar sem flestir eiga tengdar pönnukökum. Hver man ekki eftir pönnukökustöflunum í hinum og þessum veislum. Þegar ég baka pönnukökur er ég með tvær pönnur(stundum þrjár), en mikið dáist ég að húsmæðrum á öldum áður sem aðeins höfðu eina pönnu og voru með stór heimili.

Bananaís – mjöööög góður

Bananaís. Sennilega einn hollasti réttur sem til er, þetta hljómar kannski einkennileg uppskrift, en trúið mér- ísinn er mjöööög góður

þið munuð ekki horfa banana sömu augum og áður eftir að hafa smakkað bananaísinn