Auglýsing
hjá jóni restaurant páll bergþórsson veitingastaðurinn Hjá Jóni er í hjarta Reykjavíkurborgar hjá Jóni forseta Iceland Parliament Hotel, restaurants in Reykjavik
Hjá Jóni er í hjarta Reykjavíkurborgar hjá Jóni forseta

Hjá Jóni restaurant

Við Austurvöll er Iceland Parliament hótelið og í því veitingastaðurinn Hjá Jóni, þetta er þar sem Landsímahúsið var áður. Þegar ég var tvítugur vann ég sumarlangt í Landsímahúsinu og eldaði fyrir starfsfólk í húsinu. Gaman að segja frá því að þegar Bergþór minn var ungur maður var hann næturvörður í Landssímahúsinu og fór nokkrar eftirlitsferðir á nóttu. Húsið hefur nú tekið stakkaskiptum og breyst í höll, hótelið Iceland Parliament Hotel, sem er með ýmsum sölum til margvíslegra nota og ber þar auðvitað hæst Sjálfstæðissalurinn, gamla Sigtún, fyrir brúðkaupsveislur, tónleika og margt annað.

Það var því alveg sérlega ánægjulegt að sjá þetta glæsilega hús og borða himneskan mat á veitingastaðnum. Við Bergþór og tengdapabbi brugðum undir okkur betri fætinum.

HÓTELVEITINGASTAÐIRÍSLANDPÁLL BERGÞÓRSSON

.

Á jarðhæð er eðalveitingastaður sem heitir því rammíslenska nafni Hjá Jóni. Mikil alúð hefur verið lögð í innréttingar, hönnunin hávirðuleg, en smart og hlýleg, með notalegri lýsingu.

Á jarðhæð er eðalveitingastaður sem heitir því rammíslenska nafni Hjá Jóni. Mikil alúð hefur verið lögð í innréttingar, hönnunin hávirðuleg, en smart og hlýleg, með notalegri lýsingu. Axel yfirþjónn er með augu á hverjum fingri og gaf sér góðan tíma til að spjalla við gesti og fræða þá um matinn, húsið og annað.

Axel yfirþjónn tók á móti okkur og bauð upp á dúnmjúkt japanskt mjólkurbrauð með herbal skyri og dill-herb olíu. Þó ekki væri lengra haldið var ljóst að við vorum komnir á háklassa veitingastað.

Við byrjuðum á að smakka nokkra forrétti sem voru hver öðrum betri og vorum alveg með stjörnur í augunum.

Beef tataki með djúpsteiktu engifer, vorlauk, eldpipar, kasjúhnetum og ponzu.
Léttsteikt bleikja með wasabi, eplum, blómkáli og yuzu.

Síðan komu aðalréttir sem voru hver öðrum betri:

Burrata með blóðappelsínu og rauðrófum
Langa með lime kremi, romanesco salati, brokkolíní og kókos velouté, sem lenti eiginlega í fyrsta sæti hjá okkur, dýrlega mjúkur en bragðmikill réttur.
Naut með svörtum hvitlauk, hjartasalati, lauk og bordelaise sósu.
Gulrætur með döðlukremi, lárperu, perlubyggi og létt-austurlenskum keim af dukkah, alveg vegan, ljúffengur og fagur.

Og til að toppa allt komu eftirréttirnir:

Skyr pannacotta með aðalbláberjum, bláberjaseyði og sítrónuverbena sorbet
Súkkulaði og vanilla. Undir var hvítúkkulaði brownie, volg súkkulaðimús, pralín, brennd karamell og ristaður vanilluís. Algjört nammi.
Marineraður ananas leginn í Malibu rommi og kókos sorbet
Endurgerður hluti gamla Kvennaskólans. Afar smekklega gert með fallegum húsgögnum og vel hugsaðri lýsingu.
Sjálfstæðissalurinn, sem einnig hefur gengið undir heitunum Nasa, Sigtún eða Sjálfstæðishúsið hefur gengið í endurnýjun lífdag, en búið er að endurgera þennan fornfræga stað, á sínum gamla stað. Fallegri en nokkru sinni.

AÐ LOKUM: Okkur finnst mjög gaman að fara út að borða, smakka nýja rétti og deila með gestum síðunnar. Ef þið viljið umfjöllun er netfangið albert.eiriksson@gmail.com

.

HÓTELVEITINGASTAÐIRÍSLAND

.

Auglýsing