Hótel Glymur í Hvalfirði
Það tekur ekki nema klukkutíma að keyra á Hótel Glym úr borginni – í algjöra kyrrð, sveitasælu og þægindi. Margrét Rósa hótelstjóri þar gerir það ekki endasleppt. Hún stóð vaktina í mörg ár Iðnó af stakri prýði. Magga Rósa hefur mörg járn í eldinum, eitt af þeim er Þjónaskólinn. Hugmyndin að taka við Hótel Glym kviknaði þegar fyrri eigandi vildi fá hana sem hótelstjóra. En hún þurfti að hugsa sig um sem endaði með því að kaupa hótelið.
— HÓTEL GLYMUR — MARGRÉT RÓSA — HVALFJÖRÐUR —
.
Glymur er tilvalið fyrir ráðstefnur, árshátíðir og fundi. Tekið er á móti ferðamönnum í hópum í hádegismat og kvöldmat. Kaffihúsið er alltaf opið með léttum hádegismat, kaffimeðlæti og brunch frá páskum um helgar.
Fyrir ofan afgreiðsluna er einstaklega notalegt pláss með góðum sófum, bókahillum og ýmsum hlýlegum munum, sem eru reyndar um allt hótel.
Hallgrímsstofa, Eyjólfsstofa og Guðríðarstofa eru geggjaðar svítur á Hótel Glym
Norðurljós, það er hægt að láta vekja sig til að sjá þau.
— HÓTEL GLYMUR — MARGRÉT RÓSA — HVALFJÖRÐUR —
.