Það var kominn tími til að smakka sunnudags-brunchinn í Pure Deli, sem allir eru að tala um, svo að fjölskyldan brá sér í sunnudagstúr og heilsaði upp á Jón í Pure Deli í Ögurhvarfi. Hann tók á móti okkur með kostum og kynjum, eins og honum er tamt, það verða allir bestu vinir hans strax.
Staðsetningin í Ögurhvarfinu er frábær, við höfðum útsýni yfir Elliðaárdalinn og höfðum Esju, Móskarðshnúka, Skálafell, Úlfarsfell, Hengil og Vífilsfell í augsýn.
Við fengum bæði venjulegan og kjötlausan brunch, allir fengu safa, brauð og vöfflu með ávöxtum og rjóma. Brauðið var annars vegar með avókadó, hráskinku og Indian chicken og hins vegar með hummus og avóadó/tómat.
Þetta var einstaklega girnilegt, brauðið mjúkt með stökkri skorpu, allt meðlæti lystugt og ánægjulegur málsverður, enda ekki að undra að þarna er alltaf traffík. Mæli með þessu.
Pure Deli í Ögurhvarfi 4
Pure Deli er einnig í Gerðarsafni. Þar snæddu Sætabrauðsdrengirnir afar góða súpu sem strax fékk þau ummæli að vera besta súpa á Íslandi