Brunch á Pure Deli

Pure deli Ögurhvari Gerðarsafni Brunchinn góður brunch

Það var kominn tími til að smakka sunnudags-brunchinn í Pure Deli, sem allir eru að tala um, svo að fjölskyldan brá sér í sunnudagstúr og heilsaði upp á Jón í Pure Deli í Ögurhvarfi. Hann tók á móti okkur með kostum og kynjum, eins og honum er tamt, það verða allir bestu vinir hans strax.

Staðsetningin í Ögurhvarfinu er frábær, við höfðum útsýni yfir Elliðaárdalinn og höfðum Esju, Móskarðshnúka, Skálafell, Úlfarsfell, Hengil og Vífilsfell í augsýn.

Við fengum bæði venjulegan og kjötlausan brunch, allir fengu safa, brauð og vöfflu með ávöxtum og rjóma. Brauðið var annars vegar með avókadó, hráskinku og Indian chicken og hins vegar með hummus og avóadó/tómat.

Þetta var einstaklega girnilegt, brauðið mjúkt með stökkri skorpu, allt meðlæti lystugt og ánægjulegur málsverður, enda ekki að undra að þarna er alltaf traffík. Mæli með þessu.

Pure Deli í Ögurhvarfi 4

Pure Deli er einnig í Gerðarsafni. Þar snæddu Sætabrauðsdrengirnir afar góða súpu sem strax fékk þau ummæli að vera besta súpa á Íslandi

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Systrakaffi á Kirkjubæjarklaustri

Systrakaffi á Kirkjubæjarklaustri.       Á ferðalagi um landið er áhugavert að stoppa ekki bara í vegasjoppum, þó sjoppur séu ágætar. Viða á minni stöðum er fádæma metnaður í matargerð og oftast matur úr héraði. Með auknum straumi ferðamanna eru fleiri og fleiri staðir opnir allt árið. Verum þakklát fyrir ferðamennina, þeir færa okkur ekki aðeins gjaldeyri, heldur líka fleiri veitingahús, hótel og margt fleira. Einn af þessum metnaðarfullu stöðum við hringveginn er Systrakaffi á Kirkjubæjarklaustri. Bjart, vingjarnlegt og heimilislegt fjölskyldurekið veitingahús sem vel má mæla með.

Sítrónukjúklingur Gissurar Páls

Sitronukjuklingur

Sítrónukjúklingur Gissurar Páls. Sítrónukjúklingur eða pollo al limone er algengur ítalskur réttur, en þar sem Gissur Páll heitir Páll, getum við kallað hann Pollo al Paolo...

Spínat- og hrísgrjónabaka

Spínatbaka

Spínat- og hrísgrjónabaka. Bakan er mjög góð og ekki skemmir fyrir að dásamlegur rósmaríninilmurinn fyllir vitin og allt húsið á meðan hún er í ofninum. Munið bara að spara ekki rósmarínið í þessa böku. Þegar ég tók bökuna úr ofninum hellti ég yfir góðum slatta af olíu og hvítlauksolíu.