Humar í appelsínusósu

Humar í appelsínusósu þuríður ottesen appelsína humar gúrka
Humar í appelsínusósu

Humar í appelsínusósu fyrir 4

400 gr. skelflettur humar
2 hvílauksrif
3 msk smjör
1/2 gúrka
sósa
1 dós sýrður rjómi 18%
1/2 appelsína
2 hvítlauksrif
1 msk hlynsíróp

Upplagt er að gera sósuna daginn áður, kreistið appelsínu út á sýrða rjómann, merjið/saxið hvítlaukinn og setjið saman við ásamt hlynsírópinu og hrærið vel saman. Setjið í ísskáp yfir nótt

Skrælið gúrkuna og saxið í teninga
Humarinn er settur í sigti og þerraður vel. Bræðið smjör ásamt hvítlauk. Steikið/svitið humarinn í ca 2 mín fer eftir stærð en mikilvægt að steikja ekki of lengi. Humarinn kældur og síðan settur í 4 skálar, 2 msk af appelsínu sósu yfir og svo gúrkan ofan á.. skreyta má með appelsínu sneið

Humarrétturinn góði var borin fram í eftirminnilegu MATARBOÐI Þuríðar Ottesen

HUMARÞURÍÐUR OTTESENFISKRÉTTIR

.

Albert og Þuríður

.

HUMARÞURÍÐUR OTTESENFISKRÉTTIR

— HUMAR Í APPELSÍNUSÓSU —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Appelsínunipplur – verðlaunakökur

 

Appelsínunipplur. Íslenska lögfræðistofan hélt sína árlegu jólasmákökusamkeppni í gær. Eins og áður var metnaðurinn allsráðandi og fagmennska í öllu - já og keppnisandinn barst um allt hverfið. Og eins og áður vorum við Bergþór dómarar og fengum með okkur gestadómara sem að þessu sinni var Ragnhildur Gísladóttir söngkonan góða en hún á það til að missa sig í bakstri fyrir jólin. Eggert stóð uppi sem sigurvegari. Mandarínubörkurinn og hárrétt bakað marsipanið gladdi bragðlauka dómnefndarinnar.

Hverfisgata – veitingahúasagatan í Reykjavík

Hverfisgata - veitingahúasagatan í Reykjavík. Það er ævintýralegt að fylgjast með uppbyggingu Hverfisgötunnar í Reykjavík, við búum í grenndinni og höfum fylgst með Hverfisgötunni breytast úr óspennandi og drungalegri götu yfir í nútímalegt stræti með iðandi mannlíf og fjölmarga veitingastaði og kaffihús. Uppbyggingunni er langt frá því lokið en matarilminn leggur um alla götuna og við hana er eina veitingahús landsins sem státar af Michelin stjörnu, Dill.

Á dögunum gekk ég Hverfisgötuna og myndaði þau veitinga- og kaffihús sem eru við götuna. Við höfum skrifað um þrjú veitingahúsanna, Mat BarGeira Smart og Essensiu og vorum alsælir með þau öll.

Hreyfing, félagsleg þörf og næring

Hreyfing, félagsleg þörf og næring. Það að lifa góðum lífsstíl er val hvers og eins. Við getum valið það að fara í veislu til að njóta þess að hitta fólk og passa okkur að borða ekki óhóflega. Göngutúr getur bætt andlega líðan og verið góð næring hvort sem við veljum það að fara ein út eða með alla fjölskylduna. Það eru ótal gönguleiðir til hvar sem við erum á landinu. Njótum þess að skipuleggja skemmtilega göngur og samverustundir. Einfaldar lausnir eins og drekka nóg vatn, borða grænmeti og ávexti og hreyfa sig daglega, eins og hentar okkur best, í sundi, á hjóli, í líkamsræktarstöð o.s.frv., er góð byrjun á bættum lífsstíl.