
Sítrónusósa svo góð með öllum fiski
2 dl 10% sýrður rjómi eða grísk jógurt
1 tsk. Dijon sinnep
1/2 tsk sítrónupipar
1/2 tsk sítrónuhýði af lífrænni sítrónu
1 msk. sítrónu blóðberg
1 msk. dill saxað
safi úr sítrónu
pipar og salt eftir smekk
og til að ná dýpri tón setti ég 1 tsk af hlynsírópi
Upplagt að laga sósuna daginn áður.
Smekksatriði er að hafa salat með.
Sósan var borin fram með bleikju í eftirminnilegu MATARBOÐI Þuríðar Ottesen.
— FISKUR — ÞURÍÐUR OTTESEN — SÓSUR —
.

.
— FISKUR — ÞURÍÐUR OTTESEN — SÓSUR —
.