Má hringja seint á kvöldin? En snemma á morgnanna?

Má hringja seint á kvöldin? En snemma á morgnanna? símar símtöl Helena ljósmyndari etiquette manners kurteisi
Má hringja seint á kvöldin? En snemma á morgnanna? Mynd Helena Stefánsd

Má hringja seint á kvöldin? En snemma á morgnanna?

Það er kunnara en frá þurfi að segja að símarnir eru að verða eins og framlenging af okkur, þeir eru u.þ.b. að gróa við okkur. Hver og einn setur sín mörk varðandi tilkynningar í símana og hversu mikla truflun hann leyfir frá þeim. Við verðum öll að muna eftir að taka hringinguna af símum þar sem hún veldur truflun eins og í leikhúsi, á tónleikum, veitingahúsum og í kirkjum.

Þumalputtareglan varðandi hringingar í aðra síma er að hringja ekki eftir klukkan 10 á kvöldin og hringja ekki fyrir klukkan 9 að morgni. Á þessu er auðvitað undantekningar. Ef mikið liggur við þá metum við aðstæður í hvert sinn.

Það er líka gott að hafa bak við eyrað að við hringjum ekki í b-fólkið snemma um helgar „bara til að spjalla”.

SÍMARBORÐSIÐIR/KURTEISIGÖMUL RÁÐ OG HÁTTVÍSIMYND: Helena

— MÁ HRINGJA SEINT Á KVÖLDIN EÐA SNEMMA Á MORGNANNA? —

☎️

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Paëlla

Paëlla (borið fram paeja). Við úðuðum í okkur bæði paellu og katalónsku systur hennar fiduea (þá er pasta í stað hrísgrjóna) á Spáni á dögunum og byrjuðum strax að prófa okkur áfram þegar við komum heim meðan upplifunin var í fersku minni.

Kókos- og sítrónukaka

Kókos- og sítrónukaka

Kókos-sítrónukaka

Í heimilisfræði lærði maður að kökudeig væri sko ekkert kökudeig nema í því væru egg og mjólk  til að binda deigið saman. Með ofurlitlu gúgli má komast að því að ýmislegt annað má nota í staðinn með góðum árangri; t.d. eru möluð hörfræ ígildi eggja í lummum.

Hér er kaka sem helst mjög vel saman, er ljúffeng og létt. Engin þörf er á að útskýra fyrir þeim, sem hafa fordóma gagnvart vegan (dýraafurðalausu) fæði, hvernig hún er samsett, - þeir finna hvort eð er ekki muninn!

Dórukex

Dórukex

Dórukex. Hef marg oft áður skrifað hér um matarást mína á Dóru í eldhúsi Listaháskólans, af henni hef ég lært fjölmargt í gegnum tíðina. Dóra hefur sérhæft sig í hollum og góðum mat, mat sem fólk á öllum aldri ætti að borða daglega (mest grænmeti, hnetur, ávextir, fræ og lítið af dýraafurðum). Heilsa okkar er beintengd því sem við borðum, það er ágætt að hafa hugfast að flestir svonefndir menningarsjúkdómar eru matartengdir.