Má hringja seint á kvöldin? En snemma á morgnanna?
Það er kunnara en frá þurfi að segja að símarnir eru að verða eins og framlenging af okkur, þeir eru u.þ.b. að gróa við okkur. Hver og einn setur sín mörk varðandi tilkynningar í símana og hversu mikla truflun hann leyfir frá þeim. Við verðum öll að muna eftir að taka hringinguna af símum þar sem hún veldur truflun eins og í leikhúsi, á tónleikum, veitingahúsum og í kirkjum.
Þumalputtareglan varðandi hringingar í aðra síma er að hringja ekki eftir klukkan 10 á kvöldin og hringja ekki fyrir klukkan 9 að morgni. Á þessu er auðvitað undantekningar. Ef mikið liggur við þá metum við aðstæður í hvert sinn.
Það er líka gott að hafa bak við eyrað að við hringjum ekki í b-fólkið snemma um helgar „bara til að spjalla”.
— SÍMAR — BORÐSIÐIR/KURTEISI — GÖMUL RÁÐ OG HÁTTVÍSI — MYND: Helena–
— MÁ HRINGJA SEINT Á KVÖLDIN EÐA SNEMMA Á MORGNANNA? —
☎️