Döðlugott með tvisti
250 g saxaðar döðlur
1 msk hunang eða 1 msk púðursykur
100 g smjör
4 dl Rice Crispies
150 gr Rjómasúkkulaði með saltlakkrísflögum og sjávarsalti
Döðlur, smjör og hunang sett saman í pott. Mér finnst að fá góðan hita í blönduna áður en ég tek pottinn af hellunni og set rice crispies saman við. Helli svo úr pottinum á bökunarplötu og slétti vel úr blöndunni. Læt hana kólna vel og set svo bráðið rjómasúkkulaðið yfir blönduna. Mér finnst gott að frysta blönduna, taka hana svo út þegar hún er orðin vel frosin og skera döðlugottið í hæfilegar munnbitastærðir.
Döðlugottið var ásamt fleira góðgæti í kaffiveislu hjá Boggu frænku minni á Núpi
— RICE KRISPIES — KAFFIBOÐ — BOGGUUPPSKRIFTIR—
.
.