Fyrstu tveir mánuðirnir með Elísabetu næringarfræðingi – myndband

Tveimur mánuðum eftir að ég fór á fyrsta fundinn með Elísabetu Reynisdóttur næringarfræðingi hefur margt gerst og margt verið prófað. Fyrsta skrefið var að fara yfir matarsöguna í grófum dráttum frá barnæsku, matartengt hegðunarmynstur og halda matardagbók. Síðan brettum við upp ermar; ostur var tekinn úr, cayennepipars,-sítrónu,- og ólífuolíudrykkur daglega, kolvetni minnkuð og seinna fóru þau alveg út. Allt þetta er mjög hressandi og vel þess virði að prófa. Myndbandið er samantekt eftir fyrstu tvo mánuðina.

Núna vorum við á fundi með Lukku í Happi og næstu vikurnar ætlum við að þiggja ráðleggingar hennar og góðan mat og fara á Clean Gut fæði (án glútens, sykurs og mjólkurvara).

Að tengja næringu og líðan ásamt því að skilja af hverju sumt sem var að hrjá mig hefur lagast gerir mig mun meðvitaðri um hvernig ég vil hafa áframhaldið. Markmiðið er ekki að verða 125 ára heldur að líða vel og lifa góðu lífi núna og það sem ég á eftir.

Það ættu allir að fara reglulega til næringarfræðings til að fylgjast með og fá ráð hvort hægt er að gera betur með það fyrir augum að lifa betra lífi.

elísabet reynisdóttir beta reynis næringarfræðingur Fyrstu tveir mánuðirnir með Elísabetu næringarfræðingi – myndband
Beta Reynis
Auglýsing

Meira úr sama flokki

Essensia – veitingahús

Essensia dscf3801 Essensia dscf3776 

Essensia - Veitingahúsið Essensia á Hverfisgötu stimplar sig strax hressilega inn í veitingahúsaflóru höfuðborgarinnar svo eftir er tekið. Faglega að öllu staðið og hinn ítalski sunnan blær staðarins er kærkomin viðbót í fjölbreyttri matarborg sem Reykjavík er. Klassískir suðrænir bragðgóðir réttir einkenna staðinn. Réttir sem gestir geta deilt og eru hvattir til að deila. Enn ein úrvalsrósin í hnappagat Hákons Más Örvarssonar.