Auglýsing
Bankabyggg með steiktu grænmeti og pestói pestó basil bygg steinselja sólþurrkaðir tómatar paprika
Bankabygg með steiktu grænmeti og pestói

Bankabygg með steiktu grænmeti og pestói

Bankabygg er fyrirtaks matur. Eitt og sér er það bragðlítið og lítt spennandi en með góðu grænmeti, kryddi, pestói og öðru góðu verður úr hið mesta lostæti. Bankabyggrétturinn getur bæði verið sér réttur og sem meðlæti.

BANKABYGGPESTÓ

.

Bankabygg með steiktu grænmeti og pestói

1 1/2 b bankabygg
1/2 rauðlaukur
ca 5 cm blaðlaukur
1/2 dl olía
sólþurrkaðir tómatar + olía
3 hvítlauksrif
1-2 dl grænt pestó
1 tsk rósmarín
chili + salt + pipar

Sjóðið bankabygg samkvæmt leiðbeiningum á pakka. Saxið gróft rauðlauk og blaðlauk og steikið í olíu. Bætið við söxuðum hvítlauk, sólþurrkuðum tómötum og pestói. Kryddið með rósmarín, chili, salti og pipar. Setjið loks bankabyggið saman við og um 1/2 dl af tómataolíunni.

.

BANKABYGGPESTÓ

— BANKABYGG MEÐ GRÆNMETI OG PESTÓI —

.

Auglýsing