Glútenlausar brownies
Fólk sem er með glútenóþol er á höttunum eftir einhverju góðu með kaffinu. Þessar brownies má hvort sem er baka í ofni eða á grilliinu.
— GLÚTENLAUST — KAFFIMEÐLÆTI — GRILL — BROWNIES —
.
Glútenlausar brownies
600 g sætar kartöflur
4 egg
200 g kókosolía
1 tsk kanill
8 msk hunang
2 msk kókoshveiti
5 msk dökkt kakóduft (sykurlaust)
2 tsk lyftiduft
1 msk möndluhveiti
Hitið ofn í 180°C (við settum hana á grillið). Skrælið sætu kartöflurnar og rífið í matvinnsluvél. Bræðið kókosolíuna í potti og hrærið egg, hunang, kókosolíu og kanil vel saman við kartöflurnar. Síðast er blandað saman við kakói, lyftidufti, kókos- og möndluhveiti. Má baka í formi með bökunarpappír í 25 mín. Ef grillað, notið grillálbakka, sléttið botninn og notið bökunarpappír. Setjið annan bakka undir á hvolf, svo að brenni ekki við og hafið hitann hófstilltan.
— GLÚTENLAUST — KAFFIMEÐLÆTI — GRILL — BROWNIES —
.