Ferskt pasta með sveppum, chili, hvítlauk og rjóma

Ferskt íslenskt pasta með sveppum, chili, hvítlauk og rjóma. Einfaldur fljótlegur og góður réttur. kaja organic karen jónsdóttir akranes
Ferskt pasta með sveppum, chili, hvítlauk og rjóma

Ferskt pasta með sveppum, chili, hvítlauk og rjóma

Einfaldur fljótlegur og góður réttur. Hlutföllin mega alveg vera frjálsleg. Magnið hér að neðan er svona um það bil, ef segja má svo.

PASTASVEPPIRKAJA

Ferskt pasta með sveppum, chili, hvítlauk og rjóma

400 g ferskt Tagliatelle (ég notaði ferska góða pastað frá KAJU)

5 msk góð olía

1 b sveppir í sneiðum

1 lítið chili, saxað

4 hvítlauksgeirar, saxaðir smátt

1 dl rjómi

Saltflögur og pipar

Sjóðið pastað samkvæmt leiðbeininum og hellið því næst á sigti. Steikið sveppi, chili og hvítlauk í olíunni í nokkrar mínútur. Hellið rjómanum yfir og loks pastanu. Kryddið með salti og pipar. Blandið öllu saman og stráið ferskri steinselju yfir

PASTARÉTTIR

Sveppir, chili
Ferskt pasta með sveppum, chili, hvítlauk og rjóma
Pasta soðið
Ferskt pasta tagliatelle kaja
FERSKT TAGLIATELLE

.

— FERSKT PASTA —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Eru (brún)egg ofmetin?

eggsubstitutions

Eru (brún)egg ofmetin? Brún egg eru ekki hollari en önnur egg og næringargildin eru þau sömu. Eggin verða ekki brún við það að hænurnar ganga frjálsar eða eru „vistvænar".

Súkkulaðiterta í potti – sérlega góð og einföld

Súkkulaðiterta í potti. Neyðin kennir naktri konu að spinna eins og þar stendur. Gunnar Bjarnason og Helena Steinarsdóttir bjuggu í tvö ár í Tyrklandi, um tíma þar voru þau hvorki með hrærivél né handþeytara. Helena dó ekki ráðalaus frekar en fyrridaginn þegar fjölskyldunni langaði í tertu, hún fór á netið og fann tertu sem hvorki þurfti að hræra né þeyta. Aðeins bræða í potti, blanda saman og baka. Einföld snilld