Matarborgin Lissabon – sælkeraferð
Á vegum Heimsferða fór þessi föngulegi hópur í sælkeraferð til Lissabon og borðaði á sig gat á hverjum degi enda maturinn alveg einstaklega bragðgóður. Lissabon er með fallegri borgum, þar eru víða þröngar götur og iðandi mannlíf. Þá gætir mataráhrifa víða að frá fyrrum nýlendum þeirra.
— LISSABON — MATARBORGIR — PORTÚGAL— SALTFISKUR —
.
Milli undurgóðra rétta á Four Seasons veitingastaðnum á Ritz hótelinu fórum við í leiki og hlógum hátt
Pastel de nata er lítil smjördeigsskál með eggjavanillubúðingi. Það er eiginlega ekki hægt að fara til Lissabon nema fá sér einu sinni á dag Pastel de nata ef ekki tvisvar. Oftar en ekki er á afgreiðsluborðinu staukur með kanil og annar með flórsykri. Hefðin er að strá öðru hvoru yfir, eða hvorutveggja.
Köld tómatsúpa
Stærsta mathöllin í Lissabon heitir TimeOut Market, þar kennir ýmissa grasa og vel þess virði að gefa sér góðan tíma til að skoða, smakka og kaupa góðgæti.
Bolinhos de Bachalhau. Víða á götum úti má fá djúpsteiktar saltfiskbollur sem kallaðar eru Bolinhos de Bachalhau, þær eru samt ílangar. Þær eru gerðar úr soðnum saltfiski, soðnum kartöflum, lauk, hvítlauk, eggjum og steinselju.
— LISSABON — MATARBORGIR — PORTÚGAL— SALTFISKUR —
.