Matarborgin Lissabon – sælkeraferð

Lissabon Heimsferðir sælkeraferð matarferð Linda björk pétursdóttir hrafnhildur sigurgeirsdóttir ingibjörg þóra arnarsdóttir bára jensdóttir gunnfríður magnúsdóttir soffía helga magnúsdóttir gunnar hermann sigurðsson arnbjörg anna guðmundsdóttir Jóhanna v þórhalldsóttir Óttar
Föngulegi hópur í sælkeraferð í Lissabon

Matarborgin Lissabon – sælkeraferð

Á vegum Heimsferða fór þessi föngulegi hópur í sælkeraferð til Lissabon og borðaði á sig gat á hverjum degi enda maturinn alveg einstaklega bragðgóður. Lissabon er með fallegri borgum, þar eru víða þröngar götur og iðandi mannlíf. Þá gætir mataráhrifa víða að frá fyrrum nýlendum þeirra.

LISSABON MATARBORGIR — PORTÚGAL— SALTFISKUR —

.

Á Four Seasons veitingastaðnum á Ritz hótelinu

Milli undurgóðra rétta á Four Seasons veitingastaðnum á Ritz hótelinu fórum við í leiki og hlógum hátt

Á Four Seasons veitingastaðnum á Ritz hótelinu
Portúgalskar rækjur með límónu, kókoskremi undir tælenskum áhrifum.
Sea bass heitir á íslensku sjávarbassi eða vartari
Hægeldað grísakjöt með súrsuðu grænmeti og grænu sansho
Í eftirrétt var súkkulaði á ýmsa vegu með tongaís
Pastel de nata er lítil smjödeigsskál með eggjavanillubúðingi. Það er eiginlega ekki hægt að fara til Lissabon nema fá sér einu sinni á dag Pastel de nata ef ekki tvisvar. Oftar en ekki er á afgreiðsluborðinu staukur með kanil og annar með flórsykri. Hefðin er að strá öðru hvoru yfir.
Pastel de nata

Pastel de nata er lítil smjördeigsskál með eggjavanillubúðingi. Það er eiginlega ekki hægt að fara til Lissabon nema fá sér einu sinni á dag Pastel de nata ef ekki tvisvar. Oftar en ekki er á afgreiðsluborðinu staukur með kanil og annar með flórsykri. Hefðin er að strá öðru hvoru yfir, eða hvorutveggja.

Köld tómatsúpa

Wellington nautasteik
Bláberjafrómas með marengsköku
TimeOut Market

Stærsta mathöllin í Lissabon heitir TimeOut Market, þar kennir ýmissa grasa og vel þess virði að gefa sér góðan tíma til að skoða, smakka og kaupa góðgæti.

Bolinhos de Bachalhau. Víða á götuhornum má fá djúpsteiktar saltfiskbollur sem kallaðar eru Bolinhos de Bachalhau, þær eru samt ílangar. Þær eru gerðar úr soðnum saltfiski, soðnum kartöflum, lauk, hvítlauk, eggjum og steinselju.
Bolinhos de Bachalhau

Bolinhos de Bachalhau. Víða á götum úti má fá djúpsteiktar saltfiskbollur sem kallaðar eru Bolinhos de Bachalhau, þær eru samt ílangar. Þær eru gerðar úr soðnum saltfiski, soðnum kartöflum, lauk, hvítlauk, eggjum og steinselju.

FLEIRI MATARBORGIR

Albert og Bergþór á leið á veitingastað

LISSABON MATARBORGIR — PORTÚGAL— SALTFISKUR —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Hátíðlegur chiabúðingur

Chiagrautur

Hátíðlegur chiabúðingur. Það er auðvelt að útbúa chiagraut og líka möndlumjólk. Þessi bragðgóði chiabúðingur er léttur og hollur. Chiafræ eru kalk-, trefja- og prótínrík, auk þess innihalda þau omega 3 og 6.

Pekanhnetudraumur Svanhvítar

 

 

 

Pekanhnetudraumur. Svanhvít Þórarinsdóttir kom með þessar fallegu og góðu smákökur í smákökusamkeppni Íslensku lögfræðistofunnar. Það var einhver notalega sæla sem fylgdi þessum smákökum og dómnefndarmenn höfðu á orði að gott væri að borða þær með góðum kaffisopa.

Allir bjóða öllum – Potluck party – Pálínuboð

sumargrill

Allir bjóða öllum - Potlock party - Pálínuboð. Hin svokölluðu Pálínuboð þekkja margir. Það eru boðin þar sem gestir koma með veitingarnar - allir bjóða öllum til veislu. Allsendis er óvíst að einhver sérstök Pálína eigi heiðurinn að nafninu. Líklegra er að hún Pálína með prikið hafi orðið kveikjan að nafninu*.