Rabarbarinn fær náttúrulegan áburð

Rabarbari rabbarbari skítur húsdýraáburður hrossatað áburður hnausar rabarbarahnausar hnaus
Rabarbari

Rabarbarinn fær náttúrulegan áburð

Í garði tengdaforeldra minna vex þessi fallegi rabarbari sem að stofni til er hálfrar aldar gamall. Oftast hef ég sett á hann hrossaskít á haustin en það fórst fyrir síðasta haust. Eftir að hafa rótað upp skriðsóleyjum og öðru sem fer illa með rabarbaranum gróf ég grunnar rásir og setti þar í hrossaskít. Síðan fór þunnt lag af mold aftur(u.þ.b. 5 cm). Með þessari aðferð kemur ekki arfi upp af skítnum. Það er ekki of seint að setja húsdýraáburð á rabarbarann, passið bara að hann brenni ekki ræturnar (nýr húsdýraáburður er sterkari en gamall). Það stefnir í gott rabarbarasumar og fjölmargt hægt að útbúa úr rabarbaranum.

RABARBARI

Páll Bergþórsson Karl Már Lárusson

Við sóttum hrossaskít til Karls Más sem hefur komið hér við sögu því hann útbjó döðlugott sem slá hressilega í gegn fyrir ekki svo löngu.

Fyrsta rabarbarauppskera sumarsins – dásamleg nytjajurt

 

.

— NÁTTÚRULEGUR ÁBURÐUR Á RABARBARANN —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.