Auglýsing
Rabarbari rabbarbari skítur húsdýraáburður hrossatað áburður hnausar rabarbarahnausar hnaus
Rabarbari

Í garði tengdaforeldra minna vex þessi fallegi rabarbari sem að stofni til er hálfrar aldar gamall. Oftast hef ég sett á hann hrossaskít á haustin en það fórst fyrir síðasta haust. Eftir að hafa rótað upp skriðsóleyjum og öðru sem fer illa með rabarbaranum gróf ég grunnar rásir og setti þar í hrossaskít. Síðan fór þunnt lag af mold aftur(u.þ.b. 5 cm). Með þessari aðferð kemur ekki arfi upp af skítnum. Það er ekki of seint að setja húsdýraáburð á rabarbarann, passið bara að hann brenni ekki ræturnar (nýr húsdýraáburður er sterkari en gamall). Það stefnir í gott rabarbarasumar og fjölmargt hægt að útbúa úr rabarbaranum.

RABARBARI

Páll Bergþórsson Karl Már Lárusson

Við sóttum hrossaskít til Karls Más sem hefur komið hér við sögu því hann útbjó döðlugott sem slá hressilega í gegn fyrir ekki svo löngu.

Fyrsta rabarbarauppskera sumarsins – dásamleg nytjajurt

 

.

— NÁTTÚRULEGUR ÁBURÐUR Á RABARBARANN —

.

Auglýsing