Rabarbarinn fær náttúrulegan áburð

0
Auglýsing
Rabarbari rabbarbari skítur húsdýraáburður hrossatað áburður hnausar rabarbarahnausar hnaus skítur á rabarbara Það er ekki of seint að setja húsdýraáburð á rabarbarann
Rabarbari

Rabarbarinn fær náttúrulegan áburð

Í garði tengdaforeldra minna vex þessi fallegi rabarbari sem að stofni til er hálfrar aldar gamall. Oftast hef ég sett á hann hrossaskít á haustin en það fórst fyrir síðasta haust. Eftir að hafa rótað upp skriðsóleyjum og öðru sem fer illa með rabarbaranum gróf ég grunnar rásir og setti þar í hrossaskít. Síðan fór þunnt lag af mold yfir (u.þ.b. 5 cm). Með þessari aðferð kemur ekki arfi upp af skítnum. Það er ekki of seint að setja húsdýraáburð á rabarbarann, passið bara að hann brenni ekki ræturnar (nýr húsdýraáburður er sterkari en gamall). Það stefnir í gott rabarbarasumar og fjölmargt hægt að útbúa úr rabarbaranum.

RABARBARI

Auglýsing

💥

Páll Bergþórsson Karl Már Lárusson

Við sóttum hrossaskít til Karls Más sem hefur komið hér við sögu því hann útbjó döðlugott sem slá hressilega í gegn.

Fyrsta rabarbarauppskera sumarsins – dásamleg nytjajurt

 

.

— NÁTTÚRULEGUR ÁBURÐUR Á RABARBARANN —

💥

Fyrri færslaMatarborgin Lissabon – sælkeraferð
Næsta færslaFrönsk spítalaskip á Íslandsmiðum