Frönsk spítalaskip á Íslandsmiðum

Frönsk spítalaskip Fáskrúðsfjörður templarinn Fransmenn á íslandi frakkar franskir sjómenn Áður en Frakkar byggðu spítala á Íslandi upp úr aldamótunum 1900 sendu þeir hingað spítalaskip, þau héldu áfram siglingum nokkuð eftir að spítalaramir voru komnir í fullan rekstur. Fyrsta spítalaskipið kom 1897. Það var Sankti Páll, byggt fyrir tilstuðlan Œuvres de Mer félagsins í Frakklandi, glæsileg þriggja mastra freigáta. Af göngum má sjá að St Páll þótti glæsilegasta og fegursta skip sem til Reykjavíkur hafði komið. serge lambert
Franskt spítalaskip á Fáskrúðsfirði

Frönsk spítalaskip á Íslandsmiðum

Áður en Frakkar byggðu spítala á Íslandi upp úr aldamótunum 1900 sendu þeir hingað spítalaskip, þau héldu áfram siglingum nokkuð eftir að spítalaranir voru komnir í fullan rekstur. Fyrsta spítalaskipið kom 1897. Það var Sankti Páll, byggt fyrir tilstuðlan Œuvres de Mer félagsins í Frakklandi, glæsileg þriggja mastra freigáta. Af göngum má sjá að St Páll þótti glæsilegasta og fegursta skip sem til Reykjavíkur hafði komið.
Skipið var 37 m. á lengd og nær 8 m. á breidd, 300 tonn, dýpi 4 metrar og djúprista 3.m. Sankti Páll hafði 3 báta, þ.e. eina skektu, einn hvalfangara og stóran skipsbát með vél, tveir þeir síðarnefndu með flothólfum. Þægindi og hreinlæti voru í fyrirrúmi um borð.
Sjúkrastofa var í skipinu með 7 rúmum, apótek með nægum lyfjakosti, kapella og samkomusal (7x7m.) fyrir sjómenn. Í áhöfn voru skipstjóri, tveir stýrimenn, bátsmaður, lærlingur, léttadrengur, matsveinn, læknir, prestur og 11 hásetar, einn hjúkrunarmaður og einn vélstjóri.

🇮🇸
Sankti Páll strandaði tvisvar við Ísland, fyrst við klettana fyrir neðan Skugga í Reykjavík (þar sem er Klapparstígur og Skuggahverfi í dag) í ofsaveðri í maí 1897 en náðist út lítið skemmt og aftur á Meðallandsfjöru í apríl árið 1899. Öll áhöfnin bjargaðist og haldið var uppboð sem stóð hvíldarlítið í tvo daga og seldist allt úr Sankti Páli.
Sankti Páll á strandstað

Sankti Páll strandaði tvisvar við Ísland, fyrst við klettana fyrir neðan Skugga í Reykjavík (þar sem er Klapparstígur og Skuggahverfi í dag) í ofsaveðri í maí 1897 en náðist út lítið skemmt og aftur á Meðallandsfjöru í apríl árið 1899. Öll áhöfnin bjargaðist og haldið var uppboð sem stóð hvíldarlítið í tvo daga og seldist allt úr Sankti Páli.

Björn Jónsson leiðsögumaður og Frakkinn Serge Lambart

Á stórri sýningu módelsmiða í Frakklandi hittust Björn Jónsson leiðsögumaður og Frakkinn Serge Lambart og tóku tal saman. Úr varð að Serge smíðaði nákvæma eftirlíkingu af Sankti Páli og fóru í það á annað þúsund klukkustundir. Serge, kona hans og dætur komu og gáfu safninu Fransmenn á Íslandi líkanið. Hálfu öðru ári eftir að þeir Björn hittust fyrir hreina tilviljun.

Í blaði Franskra daga árið segir Serge frá smíði líkansins, ferð sinni til Íslands og höfðinglegum móttökum á Fáskrúðsfirði.

st páll st. malo france frakkland björn jónsson albert eiríksson alain-marie gautier serge lambert

-Úr skýrslu spítalaskipsins St. Páll 1897: “Allir Flandrararnir þekkja söguna af skútunni Dunquis, sem 1876 kramdist inni í hafísnum. 22 voru um borð. Stýrimaðurinn, léttadrengurinn og níu aðrir fóru í bátinn og var bjargað um borð í gólettuna Astres-de-Mer. Skipstjórinn þar kallaði til þeirra og bað þá að örvænta ekki og bíða rólegir. Skipsfélagarnir máttu horfa á þá veifa, hoppa og hrópa. En um nóttina varð Astres-de-Mer að forða sér fjær. Daginn eftir sást ekkert til mannanna”

-Úr dagbók spítalaskipsins 16. ágúst 1898: “Carl Tulinius bauð yfirmönnunum í reiðtúr að fallegum fossi í botni Fáskrúðsfjarðar og læknirinn tók myndir. Skipstjórinn datt tvisvar af baki.

<strong>Œuvres de Mer</strong>. Sankti Páll var bygður fyrir tilstuðlan Œuvres de Mer félagsins í Frakklandi. Félagið stóð einnig fyrir byggingu sjúkraskýlis og kapellu á Fáskrúðsfirði.
Œuvres de Mer. Sankti Páll var bygður fyrir tilstuðlan Œuvres de Mer félagsins í Frakklandi. Félagið stóð einnig fyrir byggingu sjúkraskýlis og kapellu á Fáskrúðsfirði.

Franski spítalinn á Fáskrúðsfirði skúta spítalaskip spítali serge líkan skipalíkan skipslíkan

Serge ólafur ragnar grímsson Saint-Paul D'après les rapports du navire-hôpital Saint-Paul en 1897 : “Tous les habitants de la Flandre connaissent l'histoire de la Dunquis et de ces 22 hommes à bord, qui en 1876 avait échoué sur un iceberg.  Le capitaine de la Dunquis recommandait à son équipage de rester calme, et de ne pas avoir peur; l'équipage appelait au secours et l'Astre de Mer vint à son secours. Le commandant, le mousse et neuf autres marins sont allés en barque et ont été sauvés. L’équipage qui restait sur la goélette a dû regarder comment le capitaine de l’Astre leur criait, trépignait et leur faisait des signes. Mais durant la nuit, l’Astre de Mer a dû s’éloigner à cause du mauvais temps. Le lendemain à l’aube il n’y avait aucun signe de vie, l’épuipage avait disparu.”Le premier navire-hôpital utilisé sur les bancs d’Islande fut le Saint-Paul. Sa première campagne eut lieu en 1897. Ce fut un fabuleux trois-mâts de 37m de long et 8m de large. Il y avait trois chaloupes, une à babord, une à tribord et la troisième plus grande à moteur.Le confort et la proprété étaient prioritaires à bord. Il y avait une salle d'observation avecsept lits, une pharmacie avec tout ce qu'il fallait en abondance, une chapelle et une salle de réunion (7mx7m) pour les pêcheurs. L'équipage à bord était composé d'un commandant, de deux capitaines, d’un apprent, d’un mousse, d’un cuisinier, d’un prêtre, d’un mécanicien, et de 11 matelots. Le Saint-Paul fut en service jusqu'en 1899 lorsqu’il fit naufrage au large de Meðalland (dans le sud près de Vík).

D’après les rapports du navire-hôpital Saint-Paul en 1897 : “Tous les habitants de la Flandre connaissent l’histoire de la Dunquis et de ces 22 hommes à bord, qui en 1876 avait échoué sur un iceberg.  Le capitaine de la Dunquis recommandait à son équipage de rester calme, et de ne pas avoir peur; l’équipage appelait au secours et l’Astre de Mer vint à son secours. Le commandant, le mousse et neuf autres marins sont allés en barque et ont été sauvés. L’équipage qui restait sur la goélette a dû regarder comment le capitaine de l’Astre leur criait, trépignait et leur faisait des signes. Mais durant la nuit, l’Astre de Mer a dû s’éloigner à cause du mauvais temps. Le lendemain à l’aube il n’y avait aucun signe de vie, l’épuipage avait disparu.”

Le premier navire-hôpital utilisé sur les bancs d’Islande fut le Saint-Paul. Sa première campagne eut lieu en 1897. Ce fut un fabuleux trois-mâts de 37m de long et 8m de large. Il y avait trois chaloupes, une à babord, une à tribord et la troisième plus grande à moteur.

Le confort et la proprété étaient prioritaires à bord. Il y avait une salle d’observation avec

sept lits, une pharmacie avec tout ce qu’il fallait en abondance, une chapelle et une salle de réunion (7mx7m) pour les pêcheurs. L’équipage à bord était composé d’un commandant, de deux capitaines, d’un apprent, d’un mousse, d’un cuisinier, d’un prêtre, d’un mécanicien, et de 11 matelots. Le Saint-Paul fut en service jusqu’en 1899 lorsqu’il fit naufrage au large de Meðalland (dans le sud près de Vík).

Le 16 Août 1898, “Carl Tulinius a invité les officiers à une promenade à cheval vers le fond de Fáskrúðsfjörður pour visiter une cascade et le médecin a pris des photos. Le capitaine est tombé à deux reprises du cheval. ” D’après le journal de bord du navire-hôpital.

🇮🇸
Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.