Frönsk spítalaskip á Íslandsmiðum
Áður en Frakkar byggðu spítala á Íslandi upp úr aldamótunum 1900 sendu þeir hingað spítalaskip, þau héldu áfram siglingum nokkuð eftir að spítalaranir voru komnir í fullan rekstur. Fyrsta spítalaskipið kom 1897. Það var Sankti Páll, byggt fyrir tilstuðlan Œuvres de Mer félagsins í Frakklandi, glæsileg þriggja mastra freigáta. Af göngum má sjá að St Páll þótti glæsilegasta og fegursta skip sem til Reykjavíkur hafði komið.
Skipið var 37 m. á lengd og nær 8 m. á breidd, 300 tonn, dýpi 4 metrar og djúprista 3.m. Sankti Páll hafði 3 báta, þ.e. eina skektu, einn hvalfangara og stóran skipsbát með vél, tveir þeir síðarnefndu með flothólfum. Þægindi og hreinlæti voru í fyrirrúmi um borð.
Sjúkrastofa var í skipinu með 7 rúmum, apótek með nægum lyfjakosti, kapella og samkomusal (7x7m.) fyrir sjómenn. Í áhöfn voru skipstjóri, tveir stýrimenn, bátsmaður, lærlingur, léttadrengur, matsveinn, læknir, prestur og 11 hásetar, einn hjúkrunarmaður og einn vélstjóri.
— FÁSKRÚÐSFJÖRÐUR — FRANSKIR SJÓMENN — SERGE LAMBERT — FRAKKLAND — FRÖNSK ÖRNEFNI Á ÍSLANDI — ELÍN PÁLMADÓTTIR —
🇫🇷
Sankti Páll strandaði tvisvar við Ísland, fyrst við klettana fyrir neðan Skugga í Reykjavík (þar sem er Klapparstígur og Skuggahverfi í dag) í ofsaveðri í maí 1897 en náðist út lítið skemmt og aftur á Meðallandsfjöru í apríl árið 1899. Öll áhöfnin bjargaðist og haldið var uppboð sem stóð hvíldarlítið í tvo daga og seldist allt úr Sankti Páli.
Á stórri sýningu módelsmiða í Frakklandi hittust Björn Jónsson leiðsögumaður og Frakkinn Serge Lambart og tóku tal saman. Úr varð að Serge smíðaði nákvæma eftirlíkingu af Sankti Páli og fóru í það á annað þúsund klukkustundir. Serge, kona hans og dætur komu og gáfu safninu Fransmenn á Íslandi líkanið. Hálfu öðru ári eftir að þeir Björn hittust fyrir hreina tilviljun.
-Úr skýrslu spítalaskipsins St. Páll 1897: “Allir Flandrararnir þekkja söguna af skútunni Dunquis, sem 1876 kramdist inni í hafísnum. 22 voru um borð. Stýrimaðurinn, léttadrengurinn og níu aðrir fóru í bátinn og var bjargað um borð í gólettuna Astres-de-Mer. Skipstjórinn þar kallaði til þeirra og bað þá að örvænta ekki og bíða rólegir. Skipsfélagarnir máttu horfa á þá veifa, hoppa og hrópa. En um nóttina varð Astres-de-Mer að forða sér fjær. Daginn eftir sást ekkert til mannanna”
-Úr dagbók spítalaskipsins 16. ágúst 1898: “Carl Tulinius bauð yfirmönnunum í reiðtúr að fallegum fossi í botni Fáskrúðsfjarðar og læknirinn tók myndir. Skipstjórinn datt tvisvar af baki.
D’après les rapports du navire-hôpital Saint-Paul en 1897 : “Tous les habitants de la Flandre connaissent l’histoire de la Dunquis et de ces 22 hommes à bord, qui en 1876 avait échoué sur un iceberg. Le capitaine de la Dunquis recommandait à son équipage de rester calme, et de ne pas avoir peur; l’équipage appelait au secours et l’Astre de Mer vint à son secours. Le commandant, le mousse et neuf autres marins sont allés en barque et ont été sauvés. L’équipage qui restait sur la goélette a dû regarder comment le capitaine de l’Astre leur criait, trépignait et leur faisait des signes. Mais durant la nuit, l’Astre de Mer a dû s’éloigner à cause du mauvais temps. Le lendemain à l’aube il n’y avait aucun signe de vie, l’épuipage avait disparu.”
Le premier navire-hôpital utilisé sur les bancs d’Islande fut le Saint-Paul. Sa première campagne eut lieu en 1897. Ce fut un fabuleux trois-mâts de 37m de long et 8m de large. Il y avait trois chaloupes, une à babord, une à tribord et la troisième plus grande à moteur.
Le confort et la proprété étaient prioritaires à bord. Il y avait une salle d’observation avec
sept lits, une pharmacie avec tout ce qu’il fallait en abondance, une chapelle et une salle de réunion (7mx7m) pour les pêcheurs. L’équipage à bord était composé d’un commandant, de deux capitaines, d’un apprent, d’un mousse, d’un cuisinier, d’un prêtre, d’un mécanicien, et de 11 matelots. Le Saint-Paul fut en service jusqu’en 1899 lorsqu’il fit naufrage au large de Meðalland (dans le sud près de Vík).
Le 16 Août 1898, “Carl Tulinius a invité les officiers à une promenade à cheval vers le fond de Fáskrúðsfjörður pour visiter une cascade et le médecin a pris des photos. Le capitaine est tombé à deux reprises du cheval. ” D’après le journal de bord du navire-hôpital.