Pitsudeig – einfalt að útbúa
Pitsudeig. Þó það sé ósköp þægilegt að panta sér pitsu þá er ekki síður gaman að útbúa sína eigin. Nýji fíni dásemdar pitsuofninn gleður okkur meira en orð fá lýst. Nú verða bakaðar pitsur (og Nutellapitsur). Hér er uppskrift að pitsusósu og svo er bara að bretta upp ermar og byrja.
— PITSUR — PITSUSÓSA — MARGHERITA PITSA —
.
Pitsudeig
3 b hveiti
1 tsk salt
1/3 tsk sykur
1 msk olía
2 b volgt vatn
1 1/2 tsk þurrger
Blandið öllu saman og látið deigið lyfta sér í amk klukkustund. Stundum set ég eina teskeið af oreganó út í degið. Hnoðið hveiti upp í degið og fletjið út. Setjið þunnt lag af pitsasósu yfir og þar ofana á grænmeti og annað gott og loks rifinn ost þar yfir. Bakið á amk 240°C í nokkrar mínútur.
🇮🇹
— PITSUR — PITSUSÓSA — MARGHERITA PITSA —
🇮🇹