Margherita pitsa – sagan á bak við pitsuna vinsælu

Drottningin Margherita af Savoy margarita pitsa pizza umberto I king Maria Giovanna Brandi Raffaele Esposito pizza
Drottningin Margherita af Savoy

Í júní árið 1889 mun ítalska drottningin Margherita af Savoy hafa bragðað pitsu í fyrsta sinn. Pitsur höfðu fram að því talist matur fátækra og ekki við hæfi að drottningar væru að borða slíkan almúgamat. Tvennum sögum fer af upphafi Margherita pitsunnar.

🇮🇹

PITSURÍTALÍAPITSUSÓSAPITSUDEIG

🇮🇹

Konungshjónin ítölsku Margherita og Umberto I

Konungshjónin Umberto I (1844-1900) og Margherita af Savoy (1851-1926) voru á ferð um Ítalíu og tóku eftir að fólk víða snæddi þunnt eldbakað brauð með áleggi. Í Napólí var Raffaele Esposito var beðinn að baka pitsu fyrir drottninguna. Henni til heiðurs hafði hann pitsuna í ítölsku fánalitunum, með basil, mozzarella og tómötum.
Margaritu drottningu líkaði pitsan vel og Raffaele ákvað að láta hana heita Margherita pitsu, þá sem við þekkjum enn þann dag í dag.

Hin sagan segir að eftir frí konungshjónanna í Napólí hafi þau kallað í höll sína hinn vinsæla pitsubakara Raffaele Esposito til að smakka á sérkennum hans. Raffaele og kona hans, Maria Giovanna Brandi, bökuðu þrjár mismunandi pitsur fyrir Margheritu: pitsu með svínafitu, osti og basiliku, pitsu með hvítlauk, olíu og tómötum og þriðju með mozzarella, basiliku og tómötum (ítalsku fánalitunum). Drottningunni líkaði svo vel við síðustu pitsuna að hún sendi Raffaele bréf til að þakka honum. Bréfið er dagsett í júní 1889, og undirritað af hirðstjóranum Galli Camillo.

Eftir þetta urðu pitsur enn vinsælli á Ítalíu og Raffaele Esposito síðan talinn faðir pitsunnar eins og við þekkjum hana í dag. Ekki nóg með það, vinsældir drottningarinnar jukust til muna þegar fréttist af pitsuáti hennar.

Þessi skjöldur var settur upp á Brandi í tilefni aldarafmælis Margherita pitsunnar

Veitingastaður Raffaeles í Napolí hét Pizzeria di Pietro e basta così, enn þann dag í dag er staðurinn í eigu fjölskyldunnar og eru þarna bakaðar pitsur þó staðurinn hafi fengið nýtt nafn: Pizzeria Brandi.

🇮🇹

PITSURÍTALÍAPITSUSÓSAPITSUDEIG

— MARGHERITA PITSA —

🇮🇹

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.