Auglýsing
Gistihúsið Egilsstöðum Egilsstaðabúið gisting á egilsstöðum gistiheimilið hólel lake lake hotel
Gistihúsið – lake hotel Egilsstöðum

„Úff hvað þetta er góður matur!!” heyrðist þegar við höfðum snætt hvern gómsæta réttinn á fætur öðrum á Gistihúsinu – lake hotel á Egilsstöðum. Í gegnum tíðina hef ég oft gist hjá heiðurshjónunum Gunnlaugi og Huldu  í hinu rúmlega aldagamla virðulega húsi við Lagarfljótið og alltaf verið mjög ánægður, bæði með gistinguna og veitingarnar. Ekki minnkaði nú ánægja mín þegar við snæddum dýrindis veitingar veitingasalnum sem fengið hefur andlitslyftingu.

GISTIHÚSIÐEGILSSTAÐIRFERÐAST UM ÍSLAND

Auglýsing

Matseðilinn er vel hugsaður, fjölbreyttur án þess þó að þar væru of margir réttir. Áhersla er lögð á hráefni úr héraði og af staðnum en rekið er myndarbú við hlið Gistihússins.

Jarðskokkasúpa, súpa dagsins
Fiskur dagsins: Steiktur steinbítur
Fjórir eftirréttir eru á matseðlinum og við smökkuðum þá alla. Kókos og jarðarber, Skyr og sítróna, Súkkulaði og hafþyrnisber og karamella og súrmjólk
Reyktar rófur með fetaosti, hnetum og súrsuðum perlulauk
Sætkartöflu- og nípusalat með kóriander, ristuðum fræjum og rauðu karrýi
Risarækjusalat
Baunaborgari
Fallegur nýendurgerður veitingasalurinn
Gamlir munir eru víða til skrauts og fara afar vel
… og svo gott kaffi með eftirréttinum

GISTIHÚSIÐEGILSSTAÐIRFERÐAST UM ÍSLAND