Heiðursgestur í föstudagskaffi

Gaman að segja frá því að mér var boðið að vera heiðursgestur í föstudagskaffinu í Listaháskólanum, á mínum gamla vinnustað. Samverustundir yfir góðu meðlæti á föstudögum er eflandi fyrir vinnustaðaandann og bætandi á svo margan hátt. Í leiðinni getur föstudagskaffið verið einskonar upplýsingafundir um það sem er að gerast.

Þóra kom með ísraelskt salat sem samanstóð af einni melónu, tveimur fetaostakubbum og mintu úr hennar eigin garði. Yfir fór svo smá ólífuolía. Einnig má nota kapers í stað mintu.

Linda Björg mætti með nýbakað kryddbrauð

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Steiktar kartöflur með rósmarín

Steiktar kartöflur með rósmarín. Rósmarín og kartöflur passa einstaklega vel saman. Þessi kartöfluréttur er að grunni til frá Nigellu vinkonu minni. Á hvern disk setur hún gróft saxað salat og svo kartöflurnar þar yfir. Sem sagt aðalréttur. En ég lét duga að hafa kartöflurnar sem meðlæti.

Sælkeraskúffa – sælkeraskúffa

Sælkeraskúffa. Hef lengi verið talsmaður þess að fólk minnki sykur í uppskriftum. Bæði er það að við eigum að vera meðvituð um óhollustu sykurs og líka að margt það hráefni sem notað er inniheldur sykur og þurrkaðir ávextir eru fínn sætugjafi. Þá er æskilegt að draga niður sætustuðul þjóðarinnar.  Sætindi með kaffinu, eins og uppskriftin er að hér að neðan, bragðast betur ef eitthvað er þó sykurinn fljóti ekki út um eyru og nef.....