Auglýsing
Kínóasalat frá Miðjarðarhafinu kjúklingabaunir basil Hvítar baunir miðjarðarhafið feta tómatar ólífur
Kínóasalat frá Miðjarðarhafinu

Kínóasalat frá Miðjarðarhafinu. Matarmikil salöt eins og hér geta vel staðið ein og sér sem máltíð. Hollt og gott salat sem á alltaf við; sumar, vetur, vor og haust 

.

KÍNÓASALÖTKJÚKLINGABAUNIR

Auglýsing

.

Kínóasalat frá Miðjarðarhafinu

1 b kínóa
2 b vatn
250 g frosnar grænar baunir (eða strengjabaunir)
1 ds kjúklingabaunir
1 ds hvítar baunir
1 rauð paprika, söxuð
1 gul paprika, söxuð
1 gúrka, fræhreinsuð og skorin í bita
1 b litlir tómatar, skornir í tvennt
1/4 b rauðlaukur, saxaður
1/4 b fetaostur
1/3 b ólífur
1/4 b saxað ferskt basil

dressing
1/4 b óífuolía
1 msk balsamikedik
1 hvítlauksgeirar, saxaðir smátt
1/4 tsk þurrkað basil
1/4 tsk þurrkað oreganó
salt og pipar

Segjið kínóa og vatn í pott og sjóðið í um 15 mínútur. Takið lokið af og látið standa. Hrærið í sundur með gaffli. Setjið í stóra skál.

Setjið grænu baunirnar í sjóðandi saltað vatn í um 1 mín. sigtið og setjið saman við í skálina ásamt kjúklingabaununum, hvítubaununum, papriku, gúrku, tómötum, rauðlauk, fetaosti, ólífum og basil og blandið varlega saman.

dressing: Látið allt í sæmilega stóra glerkrukku, lokið henni og hristið saman. Hellið yfir salatið. Stráið grófu salti og grófum pipar yfir.

Ljósmyndir Silla Páls

Kínóasalat
Kínóasalat frá Miðjarðarhafinu

 

— KÍNÓASALAT FRÁ MIÐJARÐARHAFINU —

.