Kínóasalat frá Miðjarðarhafinu. Matarmikil salöt eins og hér geta vel staðið ein og sér sem máltíð. Hollt og gott salat sem á alltaf við; sumar, vetur, vor og haust
.
— KÍNÓA — SALÖT — KJÚKLINGABAUNIR –
.
Kínóasalat frá Miðjarðarhafinu
1 b kínóa
2 b vatn
250 g frosnar grænar baunir (eða strengjabaunir)
1 ds kjúklingabaunir
1 ds hvítar baunir
1 rauð paprika, söxuð
1 gul paprika, söxuð
1 gúrka, fræhreinsuð og skorin í bita
1 b litlir tómatar, skornir í tvennt
1/4 b rauðlaukur, saxaður
1/4 b fetaostur
1/3 b ólífur
1/4 b saxað ferskt basil
dressing
1/4 b óífuolía
1 msk balsamikedik
1 hvítlauksgeirar, saxaðir smátt
1/4 tsk þurrkað basil
1/4 tsk þurrkað oreganó
salt og pipar
Segjið kínóa og vatn í pott og sjóðið í um 15 mínútur. Takið lokið af og látið standa. Hrærið í sundur með gaffli. Setjið í stóra skál.
Setjið grænu baunirnar í sjóðandi saltað vatn í um 1 mín. sigtið og setjið saman við í skálina ásamt kjúklingabaununum, hvítubaununum, papriku, gúrku, tómötum, rauðlauk, fetaosti, ólífum og basil og blandið varlega saman.
dressing: Látið allt í sæmilega stóra glerkrukku, lokið henni og hristið saman. Hellið yfir salatið. Stráið grófu salti og grófum pipar yfir.