60 ára afmælisveisla Múlalundar

 

Múlalundur 60 ára afmælisveisla vinnustofa síbs reykjalundur

Fórum í heimsókn og afmæliskaffi í tilefni 60 ára afmælis Múlalundar, vinnustofu SÍBS. Fjölmargt sem við notum dags daglega er framleitt og/eða pakkað á Múlalundi án þess að við höfum hugmynd um það. Það var einstaklega fróðlegt að ganga um og fræðast um starfsemina. Á veggjum voru gamlar auglýsingar sem sýndi fjölbreyttan varning Múlalundar, má þar nefna Egla-möppurnar, töskur, tvist-teygjur og dömubindi. Stórfínt starf sem þarna fer fram og hefur farið fram síðustu sex áratugi. Til hamingju með afmælið

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Höldum um stilkinn á léttvínsglösum

Við höldum um stilkinn á léttvínsglösum. Það er talað um belg, stilk og fót á glösum á fæti. Þegar haldið er á rauðvíns- eða hvítvínsglasi er haldið um stilkinn. Ástæðan er sú að með því að halda um belginn kámum við glasið með húðfitu og hitum vínið.  Meira um hvernig haldið er á léttvínsglösum HÉR Fólk sem endar ræður sínar á því að skála, biður gesti að lyfta glösum, síðan dreypa allir á og lyfta aftur (samt ekki of hátt). Þetta á líka við um þann sem stendur fyrir skáluninni - hann dreypir líka á. Meira um skálun HÉR

Gulrótakaka Aldísar frænku

Gulrótarkaka Aldísar frænku. Sumar kökur eru betri en aðrar segir Eyjólfur Eyjólfsson söngvari.  „Gulrótarkaka móðursystur minnar er sú kaka sem ég kannski held mest upp á – ef til vill vegna þess að hún er í senn hátíðleg og ósköp hversdagsleg. Þó svo að móðir mín sé þekkt fyrir íburðarmiklar stríðstertur hef ég yfirleitt hneigst meira til kökubaksturs eins og ég kynntist í sveit sem strákur. Þá á ég að sjálfsögðu ekki við sunnudagshnallþórurnar heldur hinar stóísku og yfirveguðu jóla- og marmakökur sem gengu í svo til heilagt hjónaband með ógerilsneyddri kúamjólkinni.