Fórum í heimsókn og afmæliskaffi í tilefni 60 ára afmælis Múlalundar, vinnustofu SÍBS. Fjölmargt sem við notum dags daglega er framleitt og/eða pakkað á Múlalundi án þess að við höfum hugmynd um það. Það var einstaklega fróðlegt að ganga um og fræðast um starfsemina. Á veggjum voru gamlar auglýsingar sem sýndi fjölbreyttan varning Múlalundar, má þar nefna Egla-möppurnar, töskur, tvist-teygjur og dömubindi. Stórfínt starf sem þarna fer fram og hefur farið fram síðustu sex áratugi. Til hamingju með afmælið