Ofnbakaður saltfiskur

Ofnbakaður saltfiskur fiskur í ofni grænmeti
Ofnbakaður saltfiskur

Ofnbakaður saltfiskur

Það er víst ekki ofsögum sagt að saltfiskur er í miklu uppáhaldi á heimilinu. Þessi réttur er afar einfaldur og fljótlegur. Munið bara að hafa vel af olíu, síðan má notast við það grænmeti sem er til í ísskápnum.

SALTFISKURFISKUR Í OFNI

.

Ofnbakaður saltfiskur

500 g saltfiskur

1 rauðlaukur, saxaður gróft

1 dl góð ólífuolía

2 gulrætur, saxaðar

1 rauð paprika, söxuð

1 msk kapers

5 hvítlauksrif, söxuð smátt

Leggið saltfiskinn í form. Hitið olíu í potti, léttsteikið lauk, gulrætur og papriku í nokkrar mínútur. Bætið við hvítlauk og hellið öllu yfir fiskinn. Bakið í 175°C heitum ofni í um 20 mín.

SALTFISKURFISKUR Í OFNI

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Jarðarberja- og limeterta – dásemdar hráterta

Jarðarberja- og limeterta

Jarðarberja- og limeterta. Við erum fæst vön grænum fyllingum í tertum, en látum þetta ekki trufla okkur og höfum í huga að allt er það vænt sem vel er grænt. Enn ein dásemdar hrátertan og eins og áður hefur komið hér fram eru þær hver annarri betri. Gott er að útbúa hrátertur með sólarhringsfyrirvara og geyma í ísskáp.

Bananabrauð með súkkulaði og möndlum

bananabrauð

Bananabrauð með súkkulaði og möndlum. Hér á bæ var bakað með kaffinu í dag eins og stundum áður. Það þarf hvort handþeytara né hrærivél þegar þetta bananabrauð er útbúið, ágætt að nota gaffal til að stappa bananana og hræra svo restinni saman við með sleif. Já og svo fer núna fram mikill áróður gegn sykri, í þessu brauði er enginn viðbættur sykur. Bananabrauð bragðaðist enn betur með þunnu lagi af mascarpone en auðvitað er líka gott að nota annað viðbit.

Marengsrúlla – ljúffeng og ömmuleg

Marengsrúlla. Eins og glöggir lesendur hafa tekið eftir þá hef ég hvatt til þess að borða hollt með því meðal annars að draga úr sykri. Það er ekki þar með sagt að við þurfum að sniðganga sætindi, verum bara meðvituð hvað við borðum. Þessi marengsrúlla bragðast afar vel og satt best að segja gleymdi ég alveg að vera meðvitaður þegar ég komst í hana.... Átta ára stúlka fékk sér sneið og sagði að hún væri svo ljúffeng að það væri eins og einhver amma hefði bakað hana. 

Matarmikil fiskisúpa

Fiskisupa

Matarmikil fiskisúpa. Mikið er gott að fá sér bragðgóða, matarmikla fiskisúpu á köldu vetrarkvöldi. Stundum heyrist að súpa sé nú ekki matur... alltaf frekar einkennilegt því góð súpa er virkilega góður matur. Það er kjörið að útbúa súpuna með smá fyrirvara og setja fiskinn svo rétt áður en hún er borin fram.

Fyrri færsla
Næsta færsla