Ofnbakaður saltfiskur

Ofnbakaður saltfiskur fiskur í ofni grænmeti
Ofnbakaður saltfiskur

Ofnbakaður saltfiskur

Það er víst ekki ofsögum sagt að saltfiskur er í miklu uppáhaldi á heimilinu. Þessi réttur er afar einfaldur og fljótlegur. Munið bara að hafa vel af olíu, síðan má notast við það grænmeti sem er til í ísskápnum.

SALTFISKURFISKUR Í OFNI

.

Ofnbakaður saltfiskur

500 g saltfiskur

1 rauðlaukur, saxaður gróft

1 dl góð ólífuolía

2 gulrætur, saxaðar

1 rauð paprika, söxuð

1 msk kapers

5 hvítlauksrif, söxuð smátt

Leggið saltfiskinn í form. Hitið olíu í potti, léttsteikið lauk, gulrætur og papriku í nokkrar mínútur. Bætið við hvítlauk og hellið öllu yfir fiskinn. Bakið í 175°C heitum ofni í um 20 mín.

SALTFISKURFISKUR Í OFNI

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Að sjóða hrísgrjón

Hrísgrjón

Eins og kunnugt er er mikill vandi að sjóða hrísgrjón. Var að heyra gott ráð hvernig gott er að sjóða þau - að sjálfsögðu fór ég strax og prófaði húsráðið og viti menn, þetta virkar.

Bláberjaterta – bærilega góð hráterta

Bláberjaterta - bærilega góð hráterta. Er eitthvað ferskara, hollara og sumarlegra en góð hráterta með kaffinu? Fyrst þegar ég útbjó þessa tertu var ég með frosin bláber, það gekk ekki alveg nógu vel því kókosolían harnar þegar nú blandast saman við frosin berin. Best er að nota fersk ber. Það er eins með þessa tertu eins og allar hrátertur sem ég hef smakkað: Betri daginn eftir. Hugsum um heilsuna, hún er verðmæt „Berum ábyrgð á eigin heilsu" er slagorð Heilsustofnunar Náttúrulækningafélagsins, gerum þau slagorð að okkar og byrjum núna strax.

SaveSave

Marsípankaka með vínberjum

baka vinber marsipan

Marsípankaka með vínberjum. Hildigunnur er af mikilli matar- og tónlistarfjölskyldu komin. Stundum hef ég velt því fyrir mér hvort eitthvað komist annað að þegar fjölskyldan hittist en matur og tónlist :) Hildigunnur birtir sínar uppskriftir hér

Fyrri færsla
Næsta færsla