Auglýsing
Slysavarnadeildin Hafdís Fáskrúðsfjörður skrúð skrúði skrúðs björgunarsveitin geisli fáskrúðsfirði anna ólafsdóttur félagsheimilið skrúður skrúð kökuhlaðborð slysókaffi slysó sjómannadagurinn sjómannadagskaffi
Sjómannadagskaffhilaðborðið

Árlega halda dugnaðarkonurnar í Slysavarnadeildinni Hafdísi á Fáskrúðsfirði kaffihlaðborð á Sjómannadaginn. Allur ágóði kaffisölunnar rennur til góðra málefna í bænum. Eins og myndirnar sýna voru veitingarnar hinar glæsilegustu og hvergi skorið við nögl. Jóna Hallgrímsdóttir lék á harmónikku „til að eiga betur með næringuna” eins og einn gesturinn sagði um leið og hann fékk sér ábót.

Slysókaffihlaðborð
Þórður tekur við hjartastuðtækinu frá Önnu

Slysavarnadeildin Hafdís afhenti hjartastuðtæki til Félagsheimilisins Skrúðs. Anna Ólafsdóttir varaformaður deildarinnar afhendir hér Þórði Guðmundssyni upplýsingafulltrúa Fjarðabyggðar tækið. Áður hafa Slysó-konur gefið samskonar tæki í Skólamiðstöðina, sundlaugina og íþróttahúsið. Þá hafa þær gefið björgunarvesti á bryggjur bæjarins svo eitthvað sé nefnt.

Myndirnar tók Sigurjón Hjálmarsson

SJÁ EINNIG: FÁSKRÚÐSFJÖRÐUR  — ÞJÓÐSÖGUR — SKRÚÐUR

Auglýsing