Hangið á klósettinu

SALERNI handþvottur heimilisfundur heimilisfundir hangið á klósettinu etiquette kurteisi langar klósettferðir heimilisfundir klósettpappír bremsufar klósett handþvottur klósettseta baðherbergi umgengni klóið lesið bók bækur sími símar hugarangur hugarangri góðu tómi
Það telst ekki til fyrirmyndar að hanga á klósettinu

Hangið á klósettinu

Það hefur aldrei þótt til fyrirmyndar að hanga á klósettinu og slíkt veldur gjarnan pirringi á heimilum. Í eina tíð tók fólk með sér lesefni til að stytta sér stundir en núna eru það aðallega símarnir. Ef óþarflega mikið klósetthangs velur heimilismeðlimum hugarangri þarf að ræða slíkt á heimilisfundum eða í góðu tómi.

Nokkur atriði sem tengjast klósettferðum:

  • Handþvottur – já alltaf og spritt á eftir.
  • Þurrka það sem fer mögulega á setuna eða gólfið, bæði karlar og konur.
  • Handlaug og svæðið í kringum hana. Ganga vel um og þurrka ef sullast.
  • Láta vita ef KLÓSETTPAPPÍRINN er búinn eða er að verða búinn (þar sem við erum gestir).
  • Það sturtast misvel niður úr klósettum. Gott er að athuga hvort allt hafi farið niður og ef „bremsufar” er þarf að munda burstann og sturta svo aftur niður.
  • Ekki svala forvitninni með því að skoða í skápa eða skúffur.
  • Skilja við baðherbergið eins og við viljum koma að því.

.

KURTEISISFÆRSLUR KLÓSETTPAPPÍRINNHANDÞVOTTURSALERNIHEIMILISFUNDIR

— HANGIÐ Á KLÓSETTINU —

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.