Auglýsing
SALERNI handþvottur heimilisfundur heimilisfundir hangið á klósettinu etiquette kurteisi langar klósettferðir heimilisfundir klósettpappír bremsufar klósett handþvottur klósettseta baðherbergi umgengni klóið lesið bók bækur sími símar hugarangur hugarangri góðu tómi
Það telst ekki til fyrirmyndar að hanga á klósettinu

Hangið á klósettinu

Það hefur aldrei þótt til fyrirmyndar að hanga á klósettinu og slíkt veldur gjarnan pirringi á heimilum. Í eina tíð tók fólk með sér lesefni til að stytta sér stundir en núna eru það aðallega símarnir. Ef óþarflega mikið klósetthangs velur heimilismeðlimum hugarangri þarf að ræða slíkt á heimilisfundum eða í góðu tómi.

Nokkur atriði sem tengjast klósettferðum:

  • Handþvottur – já alltaf og spritt á eftir.
  • Þurrka það sem fer mögulega á setuna eða gólfið, bæði karlar og konur.
  • Handlaug og svæðið í kringum hana. Ganga vel um og þurrka ef sullast.
  • Láta vita ef KLÓSETTPAPPÍRINN er búinn eða er að verða búinn (þar sem við erum gestir).
  • Það sturtast misvel niður úr klósettum. Gott er að athuga hvort allt hafi farið niður og ef „bremsufar” er þarf að munda burstann og sturta svo aftur niður.
  • Ekki svala forvitninni með því að skoða í skápa eða skúffur.
  • Skilja við baðherbergið eins og við viljum koma að því.

.

KURTEISISFÆRSLUR KLÓSETTPAPPÍRINNHANDÞVOTTURSALERNIHEIMILISFUNDIR

— HANGIÐ Á KLÓSETTINU —

Auglýsing