Ávaxtaterta Höllu Sólveigar

ávaxtaterta kaka terta epli bananar kókosmjöl súkkulaði döðlur halla sólveig halldórsdóttir ávaxtakaka epli banani bananar döðlur súkkulaði púðursykur kókosmjöl
Ávaxtaterta Höllu Sólveigar

Ávaxtaterta

Halla Sólveig bakaði þessa ávaxtatertu og bauð í kaffi.

TERTURÁVAXTATERTUR

.

Ávaxtaterta

deig
50 g sykur
50 g kókosmjöl
60 g hveiti
1/2 tsk lyftiduft
1 egg
Egg og sykur hrært saman. Hveiti, lyftidufti og kókosmjöli blandað saman við – lítið hrært. Smurt í stórt tertuform með lausum botni

Fylling
3 epli
2 bananar
100 g súkkulaði
200 g döðlur
50 g púðursykur
20-30 g kókosmjöl
Ávextirnir og súkkulaðið brytjað niður. Sykrinum og kókosmjölinu blandað saman við. Síðan er massanum smurt yfir deigbotninn og smávegis af sykri stráð yfir.
Bakað við 180-200°C í þrjú korter. kakan má ekki vera of bökuð því þá brennur sykurinn. Borin fram með rjóma

FLEIRI TERTUUPPSKRIFTIR

Systurnar Anna Björg og Halla Sólveig Halldórsdætur

TERTURÁVAXTATERTUR

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Bláberjabaka, sumarleg og gómsæt

Bláberjabaka, sumarleg og gómsæt. Stundum höfum við lítinn tíma og vantar kaffimeðlæti með stuttum fyrirvara. Þessa bláberjaböku má útbúa með mjög stuttum fyrirvara og bera fram beint úr ofninum. Ótrúlega einföld, sumarleg baka sem á alltaf við.

Ferskir ætiþistlar

Ferskir ætiþistlar. Ofan á pitsur eru ætiþistlar hreinasta lostæti, það er kannski ekki löng hefð fyrir ferskum ætiþistlum hér á landi. Það er ekki svo flókið að "verka þá". Í hinni ágætu og magnefndu búð Matarbúri Kaju á Óðinsgötu fást ferskir ætiþistlar.

Bláberjaterta – undurgóð og silkimjúk

Bláberjaterta DSC01278

Bláberjaterta - raw. Svei mér þá, ég held bara að hrákökur geti ekki klikkað. Það þarf ekki að láta deigið lyfta sér, enginn bakstur, þær falla ekki - engin mistök. Dásamlega góð terta og holl líka. Það mun öllum líka vel við þessa tertu, hún er undurgóð, fyllingin silkimjúk og bláberin minna okkur á að það verður komið sumar eftir ekki svo langan tíma. Hver elskar ekki bláber?