Ávaxtaterta Höllu Sólveigar

ávaxtaterta kaka terta epli bananar kókosmjöl súkkulaði döðlur halla sólveig halldórsdóttir ávaxtakaka epli banani bananar döðlur súkkulaði púðursykur kókosmjöl
Ávaxtaterta Höllu Sólveigar

Ávaxtaterta

Halla Sólveig bakaði þessa ávaxtatertu og bauð í kaffi.

TERTURÁVAXTATERTUR

.

Ávaxtaterta

deig
50 g sykur
50 g kókosmjöl
60 g hveiti
1/2 tsk lyftiduft
1 egg
Egg og sykur hrært saman. Hveiti, lyftidufti og kókosmjöli blandað saman við – lítið hrært. Smurt í stórt tertuform með lausum botni

Fylling
3 epli
2 bananar
100 g súkkulaði
200 g döðlur
50 g púðursykur
20-30 g kókosmjöl
Ávextirnir og súkkulaðið brytjað niður. Sykrinum og kókosmjölinu blandað saman við. Síðan er massanum smurt yfir deigbotninn og smávegis af sykri stráð yfir.
Bakað við 180-200°C í þrjú korter. kakan má ekki vera of bökuð því þá brennur sykurinn. Borin fram með rjóma

FLEIRI TERTUUPPSKRIFTIR

Systurnar Anna Björg og Halla Sólveig Halldórsdætur

TERTURÁVAXTATERTUR

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Bláberjaterta

Blaberjakaka

Bláberjaterta. Við búum enn svo vel að eiga bláber frá síðasta sumri sem móðir mín tíndi í lítravís og frysti. Berin fóru frosin í botninn og sprungu í hitanum.... Í upphaflegu uppskriftinni, sem hér er lítillega breytt, er tekið fram að kökunni eigi að hvolfa á tertudisk eftir bakstur og bera þannig fram. Þið veljið hvora aðferðina þið notið. Bláberjatertan er vegan, en þeir sem eru vegan borða ekki dýraafurðir, ég veit ekki hvort er til íslenskt orð yfir vegan en auglýsi eftir því hér með (grænmetisæta er ekki nógu gott).