Ávaxtaterta Höllu Sólveigar

0
Auglýsing
ávaxtaterta kaka terta epli bananar kókosmjöl súkkulaði döðlur halla sólveig halldórsdóttir ávaxtakaka epli banani bananar döðlur súkkulaði púðursykur kókosmjöl
Ávaxtaterta Höllu Sólveigar

Ávaxtaterta

Halla Sólveig bakaði þessa ávaxtatertu og bauð í kaffi.

TERTURÁVAXTATERTUR

Auglýsing

.

Ávaxtaterta

deig
50 g sykur
50 g kókosmjöl
60 g hveiti
1/2 tsk lyftiduft
1 egg
Egg og sykur hrært saman. Hveiti, lyftidufti og kókosmjöli blandað saman við – lítið hrært. Smurt í stórt tertuform með lausum botni

Fylling
3 epli
2 bananar
100 g súkkulaði
200 g döðlur
50 g púðursykur
20-30 g kókosmjöl
Ávextirnir og súkkulaðið brytjað niður. Sykrinum og kókosmjölinu blandað saman við. Síðan er massanum smurt yfir deigbotninn og smávegis af sykri stráð yfir.
Bakað við 180-200°C í þrjú korter. kakan má ekki vera of bökuð því þá brennur sykurinn. Borin fram með rjóma

FLEIRI TERTUUPPSKRIFTIR

Systurnar Anna Björg og Halla Sólveig Halldórsdætur

TERTURÁVAXTATERTUR

.

Fyrri færslaBláberjalummur
Næsta færslaBláberjabaka með marengs