Bláberjalummur

Bláberjalummur Fanney Sizemore lummur hollar einfalt bananar haframjöl grísk jógúrt bláber hunang jarðarber ís
Bláberjalummur

Bláberjalummur

„Mig langaði rosalega í lummur þegar ég vaknaði og þar sem ég er á kvöldvakt þá hafði ég tíma í svoleiðis dúllerí. Þessi uppskrift er bara mjög holl, þannig það má alveg borða hana samviskulaust ef þið eruð að minnka hveiti og sykur.” þannig skrifar Fanney Sizemore á netið og auðsótt var að fá að birta uppskriftina. Fanney hefur prófað allskyns útgáfur af hollari lummum en finnst þessi sú besta. „Er líka að reyna að bæta við mig próteinum þannig gott að hafa grísku jógúrtina”

.

FANNEY SIZEMORELUMMURBLÁBERBLÁBERJALUMMUR

.

Bláberjalummur

120 g hrein Grísk jógúrt
1 meðalstór banani
80 g haframjöl
2 egg
4 msk mjólk að eigin vali
1 tsk lyftiduft
1 tsk vanilludropar
Bláber
Ég notaði svo smá heilhveitispelt til að þykkja aðeins deigið. (1/2 dl)
Allt sett í matvinnsluvél eða blandara fyrir utan bláberin. Þeim er blandað varlega saman eftir að deigið er orðið smooth. Svo eru bara steiktar lummur upp úr smjöri og álegg að eigin vali. Ég notaði bláber, jarðarber, smjörklípu og oggupínkuponsu hunang.

.

BLÁBERJALUMMUR

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.