Bláberjalummur

Bláberjalummur Fanney Sizemore lummur hollar einfalt bananar haframjöl grísk jógúrt bláber hunang jarðarber ís
Bláberjalummur

Bláberjalummur

„Mig langaði rosalega í lummur þegar ég vaknaði og þar sem ég er á kvöldvakt þá hafði ég tíma í svoleiðis dúllerí. Þessi uppskrift er bara mjög holl, þannig það má alveg borða hana samviskulaust ef þið eruð að minnka hveiti og sykur.” þannig skrifar Fanney Sizemore á netið og auðsótt var að fá að birta uppskriftina. Fanney hefur prófað allskyns útgáfur af hollari lummum en finnst þessi sú besta. „Er líka að reyna að bæta við mig próteinum þannig gott að hafa grísku jógúrtina”

.

FANNEY SIZEMORELUMMURBLÁBERBLÁBERJALUMMUR

.

Bláberjalummur

120 g hrein Grísk jógúrt
1 meðalstór banani
80 g haframjöl
2 egg
4 msk mjólk að eigin vali
1 tsk lyftiduft
1 tsk vanilludropar
Bláber
Ég notaði svo smá heilhveitispelt til að þykkja aðeins deigið. (1/2 dl)
Allt sett í matvinnsluvél eða blandara fyrir utan bláberin. Þeim er blandað varlega saman eftir að deigið er orðið smooth. Svo eru bara steiktar lummur upp úr smjöri og álegg að eigin vali. Ég notaði bláber, jarðarber, smjörklípu og oggupínkuponsu hunang.

.

BLÁBERJALUMMUR

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Grillveisla Kjartans – kúrbítspitsa og súkkulaðiterta grilluð í appelsínu

Grillveisla Kjartans.  Ferðaþjónustan blómstrar sem aldrei fyrr og sem betur fer er metnaðurinn mikill og langflestir standa sig vel. Það er til fyrirmyndar. Kjartan og Elísa eru í þessum hópi, þau eru með mjög vel útbúna húsbíla til leigu fyrir ferðamenn. Þau hjónin búa í Þýskalandi og þaðan leigja þau bílana út til Íslendinga sem vilja ferðast frjálsir um. Ekki nóg með að Kjartan þessi vandi sig í ferðaþjónustunni heldur er hann ekki síður vandvirkur þegar kemur að eldamennsku – sérstaklega þó að grilla. Á fallegu tjaldsvæði á Mosskógum í Mosfellsdal útbjó hann á grillinu pitsu og bakaði súkkulaðitertu í appelsínu. Húsráðendur á Mosskógum komu færandi hendi með nýorpin egg, blóm og annað sem nýttist bæði í matargerðina og til skrauts.

Veitingastaðurinn Campus í Þverholti

Campus Campus - kjúklingur og kúskús

Veitingastaðurinn Campus. Í Þverholtinu er yndislegt hádegisverðar- og kaffihús, þar sem Listaháskólinn er til húsa. Tengslin við Listaháskólann gefa skemmtilega stemningu; þegar við litum inn, var fatahönnunarsýning inn af veitingastaðnum. Sömu eigendur eru að Krydd & Tehúsinu í Þverholti nær Hlemmi, handbragðið á báðum stöðum einstaklega snyrtilegt og indælt.