Ubergóð ráð og siðir – Á að gefa þjórfé?

uber kurteisi leigubílar þjórfé  Ubergóð ráð og siðir - Á að gefa þjórfé?
Ubergóð ráð og siðir – Á að gefa þjórfé?

Uber bílaleigubílar eru leyfðir í mörgum borgum og bæjum. Í grófum dráttum virkar þetta þannig að fólk hleður niður smáforriti og pantar bíl með því. Áfangastaðurinn er sleginn inn áður og hægt er að sjá þá bíla sem eru lausir í nágrenninu. Eftir staðfestingu má fylgjast með á skjánum hvar bíllinn er og eftir hversu margar mínútur hann er væntanlegur. Síðan ekur bílstjórinn farþegana á áfangastað og greiðslan fer fram í gegnum appið (greiðslukort er tengt við það í upphafi). Að lokinni bílferðinni er gestinum boðið að gefa bílstjóranum stjörnur (frá einni upp í fimm), skrifa umsögn og greiða honum þjórfé – allt í gegnum appið.

Þjórfé er víðast hvar á undanhaldi í hinum vestræna heimi. Það er sjálfsagt að greiða afar liprum, þjónustulunduðum bílstjórum þjórfé sem buna út úr sér gagnlegum umbeðnum upplýsingum. Ef um er að ræða „venjulegan” akstur frá einum stað til annars sleppum við því.

Ubergóð ráð og siðir – Á að gefa þjórfé?

Alltaf 5 stjörnur. Nema auðvitað bílstjórinn hafi verið ókurteis, spilað tónlistana of hátt eða angrar farþegana á annan hátt.

Sleppum því að borða eða drekka í bílnum

Bílstjórinn gefur farþegunum stjörnur/ummæli (muna að haga sér vel)

Fyrir kemur að bílstjóri hætti við ferðina eftir að hafa lagt af stað. Þá rukkar Uber viðskiptavininn um lágmarksupphæð. Þetta er ekki til fyrirmyndar. Sjálfur hef ég nokkrum sinnum lent í þessu. Þá hef ég gert athugasemd og fengið endurgreitt.

Þessi litla fyrirspurn varð kveikjan að færslunni.

FLEIRI KURTEISISFÆRSLUR

Ferðast um Varsjá með Uber leigubíl
Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.