Stanisław August síðasti konungur Póllands

Łazienki borðsiðir almenningsgarður ROYAL varsjá kurteisi etiquette Síðasti konungur Póllands hét Stanisław August Poniatowski
Stanisław August síðasti konungur Póllands

Stanisław August síðasti konungur Póllands

Síðasti konungur Póllands hét Stanisław August Poniatowski, en hann ríkti frá 1764-1795. Í Varsjá heimsóttum við sumarhöllina hans, Łazienki höllina sem er í stórum fallegum almenningsgarði. Stanislaw þessi var vel sigldur, áður en hann varð konungur dvaldi hann í nokkrum löndum í V-Evrópu og líka í austrinu.
Hver morgunn hófst með tveggja tíma athöfn þar sem konungurinn var rakaður, klæddur (samkvæmt franskri tísku þess tíma), púðraður og hárið greitt eftir kúnstarinnar reglum af tveimur hárgreiðslumönnum. Það þurfti að krulla og setja slaufu í hárið og eitthvað fleira. Á meðan á þessu stóð var lesið úr nýjustu blöðunum fyrir hann.

🇵🇱

Matarborð Stanisławs konungs Póllands

Stanisław konungur var mög vinnusamur, hann svaf í 7 tíma á hverri nóttu og aðalmáltíð dagsins var klukkan 4.

Alla fimmtudaga hélt Stanisław konungur veglegar veislur fyrir mektarfólk landsins. Í leiðsögn um sumarhöllina kom fram að fjórir borðsiðir séu komnir fá kónginum:
-Ekki nota hnífinn til að stanga úr tönnum
-Nota servíettur
-Taka olnboga af borðum
-Ekki setja skeið í skál eftir að hún hefur farið í munninn

BORÐSIÐIR/KURTEISI — PÓLLANDMATARBORGIR

🇵🇱

Myndir úr konungshöllinni í Varsjá

🇵🇱

BORÐSIÐIR/KURTEISI — PÓLLANDMATARBORGIR

— STANISTAW AUGUST SÍÐASTI KONUNGUR PÓLLANDS —

🇵🇱

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.