Rjómaterta Öllu – klassíska góða rjómatertan

Rjómaterta Öllu - klassíska góða rjómatertan alla á kolmúla aðalheiður sigurbjörnsdóttir gallerí kolfreyja fáskrúðsfjörður
Rjómaterta Öllu – klassíska góða rjómatertan

Rjómaterta Öllu

Handverksfólk á Fáskrúðsfirði rekur af glæsibrag Gallerý Kolfreyju og höndla þar með fjölbreyttan varning. Það er vel þess virði að staldra við hjá þeim í Tanga og skoða. Aðalheiður Sigurbjörnsdóttir sem oft er kölluð Alla á Kolmúla kom með gamaldags, klassíska rjómatertu þegar þau hittust um daginn og ræddu framhaldið og ýmislegt fleira skemmtilegt.

.

FÁSKRÚÐSFJÖRÐUR  — RJÓMATERTURAÐALHEIÐUR

.

Rjómaterta Öllu

Svampbotnar:
4 egg
150 g sykur
150 g hveiti
1/4 tsk lyftiduft
Þeytið saman egg og sykur og bætið við hveiti og lyftidufti. Bakið tvo botna á 180°C þangað til þeir eru gulbrúnir. Látið kólna.

Smjörkrem
250 g smjör við stofuhita
500 g flórsykur (1 pk.)
2 msk. vanilludropar
2 msk. rjómi
Setjið allt í hrærivél og hrærið smjörið í hrærivélinni þangað til það er orðið mjúkt og létt.

Látið annan botninn á tertudisk, skerið tvo banana í sneiðar og leggið á. Setjið smjörkremið þar ofan á og loks hinn botninn. Skreytið með þeyttum rjóma og ávöxtum.

FLEIRI TERTUUPPSKRIFTIR —

Rjómaterta öllu terta með rjóma svampbotn svampbotnar alla tóta Aðalheiður Sigurbjörnsdóttir á kolmúla
Elsa, Inga, Elísa, Tóti, Sigrún, Alla og Gunnhildur

.

FÁSKRÚÐSFJÖRÐUR  — RJÓMATERTURAÐALHEIÐUR

— RJÓMATERTA ÖLLU —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Bláberjaterta – blátt áfram stórfín

blaberjaterta

Bláberjaterta. Bláber eru andoxunarrík, draga úr bólgum, eru fjörefnarík og bragðgóð - borðum mikið af bláberjum. Ef þið notið frosin ber í kökuna er ágætt að láta þau þiðna að mestu áður en þeim er blandað saman við með sleif.

Ostakúla með beikoni, hnetum og döðlum

Ostakúla með beikoni, hnetum og döðlum. Ef einhver er í tímaþröng en vill bjóð upp á góðgæt er þessi ostakúla tilvalin. Ef eitthvað er þá verður hún bara betri við að bíða í ísskápnum yfir nótt.