Rjómaterta Öllu
Handverksfólk á Fáskrúðsfirði rekur af glæsibrag Gallerý Kolfreyju og höndla þar með fjölbreyttan varning. Það er vel þess virði að staldra við hjá þeim í Tanga og skoða. Aðalheiður Sigurbjörnsdóttir sem oft er kölluð Alla á Kolmúla kom með gamaldags, klassíska rjómatertu þegar þau hittust um daginn og ræddu framhaldið og ýmislegt fleira skemmtilegt.
.
— FÁSKRÚÐSFJÖRÐUR — RJÓMATERTUR — AÐALHEIÐUR —
.
Rjómaterta Öllu
Svampbotnar:
4 egg
150 g sykur
150 g hveiti
1/4 tsk lyftiduft
Þeytið saman egg og sykur og bætið við hveiti og lyftidufti. Bakið tvo botna á 180°C þangað til þeir eru gulbrúnir. Látið kólna.
Smjörkrem
250 g smjör við stofuhita
500 g flórsykur (1 pk.)
2 msk. vanilludropar
2 msk. rjómi
Setjið allt í hrærivél og hrærið smjörið í hrærivélinni þangað til það er orðið mjúkt og létt.
Látið annan botninn á tertudisk, skerið tvo banana í sneiðar og leggið á. Setjið smjörkremið þar ofan á og loks hinn botninn. Skreytið með þeyttum rjóma og ávöxtum.
.
— FÁSKRÚÐSFJÖRÐUR — RJÓMATERTUR — AÐALHEIÐUR —
.