Marokkóski veitingastaðurinn á Siglufirði

Siglufjörður marokkó siglunes hótel marokkóskur matur
Jaouad Hbib í eldhúsinu

Marokkóski veitingastaðurinn á Siglufirði

„Ég held ég hafi ekki smakkað annan eins mat þessi 94 ár sem ég hef lifað“, sagði tengdapabbi við meistarakokkinn Jaouad Hbib frá Marokkó þegar við vorum þar fyrir tveimur árum. Marokkóski veitingastaðurinn á Siglufirði er einn besti veitingastaðurinn á landsbyggðinni. Á ferðalaginu mikla brunuðum við til Siglufjarðar og snæddum þar marokkóskan gæðamat með vinum okkar Zamir og Eyjólfi. Ef eruð eruð á ferðinni á Norðurlandi þá verðið þið að renna til Siglufjarðar og snæða á Hótel Siglunesi – þið sjáið ekki eftir því. Bara eitt sem þarf að hafa í huga: þið verðið að panta borð.

#sumarferðalag14/15

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Matmálstímar séra Ólafs á Kolfreyjustað

Matmálstímar séra Ólafs Indriðasonar á Kolfreyjustað „Fyrir föður minn var ætíð dúkur breiddur inni í húsi hans og borið á borð að öllu eins og nú er siður. Þar borðaði móðir mín með honum stundum, en stundum borðaði hún í búrinu um leið og hún skammtaði.

Grænn drykkur – búst – græna þruman

Grænn drykkur - búst - græna þruman. Segja má að það sé þjóðráð að hafa morgunmatinn fjölbreyttan, með öðrum orðum að borða ekki alltaf það sama. Við erum mjög misjöfn og ólík og sumir vakna svangir og eru tilbúnir fyrir morgunmatinn á meðan aðrir geta ekki hugsað sér neitt snemma dags. Flesta morgna byrja ég á því að fá mér tvö vatnsglös (annað ýmist með matarsóda eða sítrónu) og svo góðan kaffibolla. Þar sem ég er ekkert svangur svona snemma dags finnst mér ástæðulaust að borða þá, í mínum huga eru það röng skilaboð til líkamans. Það kemur fyrir að komið sé fram undir hádegi þegar morgunverðurinn er snæddur.

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave