Marokkóski veitingastaðurinn á Siglufirði

Siglufjörður marokkó siglunes hótel marokkóskur matur
Jaouad Hbib í eldhúsinu

Marokkóski veitingastaðurinn á Siglufirði

„Ég held ég hafi ekki smakkað annan eins mat þessi 94 ár sem ég hef lifað“, sagði tengdapabbi við meistarakokkinn Jaouad Hbib frá Marokkó þegar við vorum þar fyrir tveimur árum. Marokkóski veitingastaðurinn á Siglufirði er einn besti veitingastaðurinn á landsbyggðinni. Á ferðalaginu mikla brunuðum við til Siglufjarðar og snæddum þar marokkóskan gæðamat með vinum okkar Zamir og Eyjólfi. Ef eruð eruð á ferðinni á Norðurlandi þá verðið þið að renna til Siglufjarðar og snæða á Hótel Siglunesi – þið sjáið ekki eftir því. Bara eitt sem þarf að hafa í huga: þið verðið að panta borð.

#sumarferðalag14/15

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Ferskt, svalandi og litfagurt vatnsmelónusalat

Ferskt og svalandi vatnsmelónusalat. Sumarlegt salat sem á vel við á góðviðrisdögum. Það getur bæði verið sér réttur, þegar enginn nennir að stússast í eldhúsinu á hlýjum sumardögum, eða meðlæti með (grill)matnum. Salat er sáraeinfalt og tekur stutta stund að útbúa það. Til tilbreytingar má saxa rauðlauk og bæta við þetta litfagra salat.

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

Hjónabandssæla Gústu

IMG_4259IMG_4271

Hjónabandssæla Gústu.  Á ferð okkar um Norðurland bauð Hólmfríður Benediktsdóttir okkur í kaffi. Margt er það sem gleður okkur en fátt eins og heimabakað bakkelsi. Uppskriftin er frá Gústu tengdamóður Hólmfríðar

Litríkt veislunammi frá Nínu

Litríkt veislunammi frá Nínu. Nína Jónsdóttir kallar ekki allt ömmu sína. Hún útbýr þessar litríku kúlur sem innihalda lakkrís og súkkulaði. Hægt er að sérpanta hjá henni flesta liti. Sjálf hefur hún gaman af því að halda veislur og vera með litaþema þannig kom þessi hugmynd upphaflega upp fyrir skírnarveislur en svo beint í kjölfarið byrjaði HM stemningin svo Nína fór að gera kúlur í fánalitunum. „Regnboga litirnir fyrir gleðigönguna voru svo eðlilegt framhald enda finnst mér þeir svo fallegir og ég fer alla leið að sjálfsögðu í gleðinni"

Grískur kjúklingaréttur

Grikkland

Grískur kjúklingur. Alltaf er nú skemmtilegt að prófa rétti frá öðrum löndum. Eins og sjá má í uppskriftinni eiga að vera kjúklingabaunir en því miður gleymdi ég að kaupa þær, þess vegna sjást engar baunir á myndunum. Fetaostinn fékk ég í Tyrkneskum basar í Síðumúlanum. Og í upphaflegur uppskriftinni er tekið fram að í þennan rétt eigi að nota 12 ólífur....

Borðað í Brussel – myndband frá matarborginni miklu

Borðað í Brussel - myndband frá matarborginni miklu. Brussel er margrómuð fyrir góðan mat og fjölmenningaráhrif í matargerð. Farið verður í gönguferð um gömlu borgina, matarmarkaður skoðaður, kíkt í sælkerabúðir og á eftirminnilegt kaffihús. Þetta er bragðgóð matarferð sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara.