Marokkóski veitingastaðurinn á Siglufirði

Siglufjörður marokkó siglunes hótel marokkóskur matur
Jaouad Hbib í eldhúsinu

Marokkóski veitingastaðurinn á Siglufirði

„Ég held ég hafi ekki smakkað annan eins mat þessi 94 ár sem ég hef lifað“, sagði tengdapabbi við meistarakokkinn Jaouad Hbib frá Marokkó þegar við vorum þar fyrir tveimur árum. Marokkóski veitingastaðurinn á Siglufirði er einn besti veitingastaðurinn á landsbyggðinni. Á ferðalaginu mikla brunuðum við til Siglufjarðar og snæddum þar marokkóskan gæðamat með vinum okkar Zamir og Eyjólfi. Ef eruð eruð á ferðinni á Norðurlandi þá verðið þið að renna til Siglufjarðar og snæða á Hótel Siglunesi – þið sjáið ekki eftir því. Bara eitt sem þarf að hafa í huga: þið verðið að panta borð.

#sumarferðalag14/15

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Kínóa með rauðrófum

Kínóa

Kínóa með rauðrófum. Það er ágætt að eiga alltaf nokkur avókadó á borði eða í ísskápnum, þau þroskast á mislöngum tíma. Avókadó er kjörið í bústið, í salöt eða sem biti milli mála. Rauðrófur, avókadó og kínóa - þetta þrennt er bráðhollt, já og svo er þetta glúteinlaust.