Marokkóski veitingastaðurinn á Siglufirði

Siglufjörður marokkó siglunes hótel marokkóskur matur
Jaouad Hbib í eldhúsinu

Marokkóski veitingastaðurinn á Siglufirði

„Ég held ég hafi ekki smakkað annan eins mat þessi 94 ár sem ég hef lifað“, sagði tengdapabbi við meistarakokkinn Jaouad Hbib frá Marokkó þegar við vorum þar fyrir tveimur árum. Marokkóski veitingastaðurinn á Siglufirði er einn besti veitingastaðurinn á landsbyggðinni. Á ferðalaginu mikla brunuðum við til Siglufjarðar og snæddum þar marokkóskan gæðamat með vinum okkar Zamir og Eyjólfi. Ef eruð eruð á ferðinni á Norðurlandi þá verðið þið að renna til Siglufjarðar og snæða á Hótel Siglunesi – þið sjáið ekki eftir því. Bara eitt sem þarf að hafa í huga: þið verðið að panta borð.

#sumarferðalag14/15

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Steinseljupestó

Steinseljupestó. Alltaf er nú gaman að prófa nýjar útgáfur af pestói. Í pestói dagsins er uppistaðan basil og steinselja, kasjúnhetur og sólblómafræ. Steinseljan er meinholl, hún er uppfull af næringarefnum og þekkt fyrir mikið magn C vítamíns. Hún inniheldur hlutfallslega meira C vítamín en appelsínur. Allt er það vænt sem vel er grænt.

Hreindýralund – snöggsteikt á pönnu og hægelduð í ofni

Hreindýralund - snöggsteikt á pönnu og hægelduð í ofni. Mikið lifandis ósköp er hreindýrakjöt mjúkt og gott ef það er rétt eldað. Meðlætið með hreindýralundinni var Waldorfssalat og sykurbrúnaðar kartöflur ásamt sósunni

Tímarit Franskra daga – Franskir dagar á Fáskrúðsfirði

Tímarit Franskra daga - Franskir dagar á Fáskrúðsfirði. Bæjarhátíðir á landsbyggðinni eru frábærar samkundur. Bæjarbúar leggjast á árar og taka til, mála og fegra áður en gestum, sem að stærstum hluta eru brottfluttir, er boðið í bæinn. Á Fáskrúðsfirði er ein elsta hátíðin: Franskir dagar. Mesta vinnan við bæjarhátíðir í minni bæjum er unnin í sjálfboðavinnu, fólk leggur á sig ómælda vinnu og hefur gaman af.

Apríkósu- og kasjúkúlur

Apríkósu- og kasjúkúlur. Þessar hollu kúlur er upplagt að útbúa daginn áður, jafnvel tveimur dögum áður. Þær verða bara betri við að standa aðeins í ísskáp.