
Góða apríkósutertan hennar Jórunnar – Kaffihús og Hælið
Á Kristnesi í Eyjafirði er sýning um berklaárin á Íslandi. María Pálsdóttir eldmóðskona og stofnandi tók á móti okkur, sýndi og sagði frá. Það er áhrifaríkt að ganga þar um og fræðast um þennan skelfilega sjúkdóm sem felldi nokkur þúsund manns á Íslandi. Þó efniviðurinn sé ógnvekjandi þá er þetta samt heillandi og gert af þeirri virðingu sem hæfir og vel má mæla með heimsókn á Hælið. Samhliða safninu rekur María kaffihús og þar fengum við afar góða apríkósutertu.
#sumarferðalag13/15 — AKUREYRI — TERTUUPPSKRIFTIR —
.

Góða apríkósutertan hennar Jórunnar
2 egg, stór
150 g sykur
175 g hveiti, sigtað
1 tsk lyftiduft
Egg og sykur þeytt saman. Hinu bætt út í og hrært saman við. Sett í form og bakað í 20 mínútur 180 gráður í blástursofni.
Á meðan er kókoshjúpurinn búinn til.
50 g smjör eða smjörlíki brætt
90 g sykur
125 g kókosmjöl
1 stórt egg
Hrært saman þar til það er orðið samfellt. Passa að hafa ekki of heitt svo eggi hlaupi ekki. Ef þetta er sundurlaust má bæta við smá smjöri
Apríkósusulta, 1/2 krukka eða meira. Coop sulta er góð beint úr krukkunni en sumar gerðir eru sætar og harðar og þá þarf að velgja þær og bæta sítrónusafa út í svo hægt sé að smyrja þeim.
Kakan tekin út úr ofninum og hálfri krukku af apríkósusultu smurt yfir og kókosblandan sett þar ofan á.
Kakan sett aftur í ofninn og bökuð í 10 mínútur í viðbót.


.
#sumarferðalag13/15 — AKUREYRI — TERTUUPPSKRIFTIR —
.
Sæll Albert. Þetta hefur verið frábært ferðalag hjá ykkur og flottar síðurnar hjá þér um veitingarnar á hverjum stað. Ég er búin að elda fyrir frú Rakel Rut fisk með brúni sósu og það tókst afbrags vel. Ég skil ekki hversvegna ég hef ekki fengið þann rétt því ég fékk þetta oft sem krakki. En hér eftir verður þessi réttur oft á okkar borði. Ætli laxinn verði ekki prófaður næst og svo aprikosuterta, En síðan hjá þér er vel unnin og skemmtileg. Bestu kveðjur Heiðar Kristinsson
Comments are closed.