Góða apríkósutertan hennar Jórunnar – Kaffihús og Hælið

Albert, María pálsdóttir með apríkósutertuna, og Páll apríkósuterta kristnes hælið kristneshæli kaffihús páll bergþórsson kristneshæli eyjafjörður apríkósuterta hælið
Albert, María með apríkósutertuna, og Páll

Góða apríkósutertan hennar Jórunnar – Kaffihús og Hælið

Á Kristnesi í Eyjafirði er sýning um berklaárin á Íslandi. María Pálsdóttir eldmóðskona og stofnandi tók á móti okkur, sýndi og sagði frá. Það er áhrifaríkt að ganga þar um og fræðast um þennan skelfilega sjúkdóm sem felldi nokkur þúsund manns á Íslandi. Þó efniviðurinn sé ógnvekjandi þá er þetta samt heillandi og gert af þeirri virðingu sem hæfir og vel má mæla með heimsókn á Hælið. Samhliða safninu rekur María kaffihús og þar fengum við afar góða apríkósutertu.

#sumarferðalag13/15 — AKUREYRITERTUUPPSKRIFTIR

.

Góða apríkósutertan hennar Jórunnar

Góða apríkósutertan hennar Jórunnar

2 egg, stór
150 g sykur
175 g hveiti, sigtað
1 tsk lyftiduft

Egg og sykur þeytt saman. Hinu bætt út í og hrært saman við. Sett í form og bakað í 20 mínútur 180 gráður í blástursofni.

Á meðan er kókoshjúpurinn búinn til.

50 g smjör eða smjörlíki brætt
90 g sykur
125 g kókosmjöl
1 stórt egg

Hrært saman þar til það er orðið samfellt. Passa að hafa ekki of heitt svo eggi hlaupi ekki. Ef þetta er sundurlaust má bæta við smá smjöri
Apríkósusulta, 1/2 krukka eða meira. Coop sulta er góð beint úr krukkunni en sumar gerðir eru sætar og harðar og þá þarf að velgja þær og bæta sítrónusafa út í svo hægt sé að smyrja þeim.

Kakan tekin út úr ofninum og hálfri krukku af apríkósusultu smurt yfir og kókosblandan sett þar ofan á.
Kakan sett aftur í ofninn og bökuð í 10 mínútur í viðbót.

Páll, Bergþór og María
Bolli merktur Kristneshæli

.

#sumarferðalag13/15 — AKUREYRITERTUUPPSKRIFTIR

— GÓÐA APRÍKÓSUTERTAN —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Lúxuslasagna, alveg ljómandi gott

Grænmetislasagna. Það er hressilegt að skoða uppskriftir sem kannski eru ekki komnar til ára sinna en þó - þessi glaðlegi saumaklúbbur varð til er þær fluttu flestar austur aftur í kringum aldamótin að loknu námi og settust að í Garðaholtinu á Fáskrúðsfirði. Í góðlátlegu gríni segjast þær fljótlega hafa uppgötvað að þær höfðu ekki fengið boð um að vera í neinum saumaklúbbum svo að þær tóku saman ráð sín og stofnuðu sinn eigin. Fyrst var hist hálfs mánaðarlega en núna koma þær saman einu sinni í mánuði.

Skírnarkjúlli

Skírnarkjúlli. Stundum verða hinir og þessir réttir til eins og fyrri hálfgerða tilviljun, fólk notar það sem er til við hinar og þessar aðstæður. Kristín útbjó kjúklingaréttinn fyrir skírnarveislu í fjölskyldunni. Rétturinn hefur síðan verið vinsæll, enda einfaldur og góður.