Íslensk kjötsúpa í Grímsey
Á matarmarkaði í Mosfellsbæ hitti ég Kolbrúnu Harðardóttur. Eftir stutt spjall var hún búin að bjóða okkur út á Breiðafjörð í Grímsey. „ég læt sækja ykkur í Stykkishólm á mánudaginn” Við lögðum í hann á mánudaginn með Eddu Björgvins með nesti og kaffi á brúsa. Gunnar og Eyrún skutluðu okkur út í Grímsey og á leiðinni var fuglalífið skoðað í einum fallegasta og heitasta degi sumarsins. Í Grímsey tóku á móti okkur Kolbrún og Ólafur og buðu upp á leiðsögn um eyjuna og upphitaða kjötsúpu á eftir. Kolbrún segist ekki alltaf nota súpujurtir í kjötsúpuna en alltaf vel af blaðlauk.
— KJÖTSÚPUR — ÍSLENSKT — SÚPUR — GRÍMSEY — MOSFELLSBÆR — EDDA BJÖRGVINS —
.
Kjötsúpa
2 kg lambakjöt á beini
400 g rófur
400 g kartöflur
200 g gulrætur
1 lítill laukur
15 cm blaðlaukur
3-4 msk súpujurtir
salt og pipar
Skerið rófur og kartöflur gróflega niður og lauk og blaðlauk smærra. Setjið allt í pott ásamt vatni svo fljóti vel yfir. Látið suðuna koma upp, fleytið ofan af, lækkið undir og látið sjóða í amk einn og hálfan klukkutíma.
.
.
— SÚPUR — GRÍMSEY — MOSFELLSBÆR — EDDA BJÖRGVINS —
.