Fiskhlaðborð í Englendingavík

Fiskhlaðborð í Englendingavík magga rósa margrét Rósa edda björgvins Svanhvít valgeirsdóttir Borgarnes veitingahús borgarnesi fiskur
Fiskhlaðborð í Englendingavík samanstóð af löngu, þorski, silungi og plokkfiski auk ýmiss meðlætis

Fiskhlaðborð í Englendingavík

Fyrr á þessu ári opnaði Margrét Rósa Einarsdóttir, sem margir þekkja að góðu frá Iðnóárum hennar, veitingastaðinn Englendingavík í Borgarnesi. Við brugðum okkur í bíltúr og fengum okkur af fiskihlaðborðinu, sem er í boði öll kvöld, og vorum alsæl.

Umhverfið er einstakt, húsið stendur í fjörunni og þeim megin er stór pallur með dúkuðum borðum. Inni í húsinu á hver staður sinn hlut og öllu smekklega fyrirkomið. Margrét gæðir andrúmsloftið töfrum með kvenlegu og frumlegu innsæi. Hvarvetna er eitthvað fyrir augað, tepottar, smáhlutir, skíði, boxhanskar, tölur o.s.frv., að ógleymdum blómum og kertum, svo að úr verður sérlega hlýlegt veitingahús með einstöku útsýni, þægilegri þjónustu og afar góðum mat.

FISKURVEITINGA- OG KAFFIHÚS — BORGARNESMARGRÉT RÓSA

.

Gestirnir með gestgjafanum. Margrét Rósa, Edda, Albert, Bergþór og Svanhvít
Einstakt útsýni í Englendingavík
Albert og Margrét Rósa
Pavlova í eftirrétt

FISKURVEITINGA- OG KAFFIHÚS — BORGARNESMARGRÉT RÓSA

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Tékklisti fyrir utanlandsferðir

Tékklisti fyrir utanlandsferðir. Við bregðum stundum undir okkur betri fætinum og höldum til útlanda. Reynslan hefur kennt okkur að útbúa gátlista fyrir utanlandsferðirnar. Þetta er ótrúlega þægilegt og minnkar allt stress til muna, stressið sem myndast oft á síðustu stundu. Listinn saman stendur af grunnatriðum en ekki hvort eigi að taka með fern sokkapör eða síðermaskyrtu. Veðurspá og lengd ferðalagsins ræður mestu um hvað fer í töskuna af fatnaði. Tékklistinn er svo uppfærður reglulega, helst í hverri ferð því það er segin saga að ýmislegt vill gleymast þegar heim er komið

Strákakvöld með grillaðri nautalund og brownies

Strákakvöld með grillaðri nautalund og glúteinlausum brownies. Kjartan Örn hefur áður komið við sögu að grilla hér á blogginu, en þeir Bergþór útbjuggu HM veislu og elduðu saman nautalund í vikunni með bernaise sósu, Hasselback kartöflum og salati. Þar sem þeir eru báðir byrjaðir í ræktinni gerði Kjartan sykur- og hveitilausar brownies.

Fyrri færsla
Næsta færsla