Fiskhlaðborð í Englendingavík

Fiskhlaðborð í Englendingavík magga rósa margrét Rósa edda björgvins Svanhvít valgeirsdóttir Borgarnes veitingahús borgarnesi fiskur
Fiskhlaðborð í Englendingavík samanstóð af löngu, þorski, silungi og plokkfiski auk ýmiss meðlætis

Fiskhlaðborð í Englendingavík

Fyrr á þessu ári opnaði Margrét Rósa Einarsdóttir, sem margir þekkja að góðu frá Iðnóárum hennar, veitingastaðinn Englendingavík í Borgarnesi. Við brugðum okkur í bíltúr og fengum okkur af fiskihlaðborðinu, sem er í boði öll kvöld, og vorum alsæl.

Umhverfið er einstakt, húsið stendur í fjörunni og þeim megin er stór pallur með dúkuðum borðum. Inni í húsinu á hver staður sinn hlut og öllu smekklega fyrirkomið. Margrét gæðir andrúmsloftið töfrum með kvenlegu og frumlegu innsæi. Hvarvetna er eitthvað fyrir augað, tepottar, smáhlutir, skíði, boxhanskar, tölur o.s.frv., að ógleymdum blómum og kertum, svo að úr verður sérlega hlýlegt veitingahús með einstöku útsýni, þægilegri þjónustu og afar góðum mat.

FISKURVEITINGA- OG KAFFIHÚS — BORGARNESMARGRÉT RÓSA

.

Gestirnir með gestgjafanum. Margrét Rósa, Edda, Albert, Bergþór og Svanhvít
Einstakt útsýni í Englendingavík
Albert og Margrét Rósa
Pavlova í eftirrétt

FISKURVEITINGA- OG KAFFIHÚS — BORGARNESMARGRÉT RÓSA

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.

Fyrri færsla
Næsta færsla