Kokkeriet í Kaupmannahöfn – besta veitingahús sem ég hef farið á
Kokkeriet í Kaupmannahöfn #kokkeriet
Kokkeriet veitingahúsið í matarborginni Kaupmannahöfn flaggar Michelin stjörnu og það ekki að ástæðulausu. Svei mér þá ég hélt að gleði mín yfir góðum mat yrði ekki toppuð en það gerðist á Kokkeriet.
Réttirnir voru hver öðrum ólíkir að bragði og útliti. Það er ekki að ástæðulausu sem veitingastaður eins og þessi fær stjörnu frá Michelin. Ólýsanlega góður matur, þjónustan er vönduð og látlaus á fallegum veitingastað sem vel má mæla með.
Reyktur áll, radísa, kapers og tómatvatn #kokkeriet#kokkerietRúgbrauð glóðað, andar- svínafita með kjúklingalifrarbitum, rauðrófu-jelly #kokkerietNaan með geitarosti, rabarbara og kornhænu #kokkerietSoðið bjórþykkni, ristað rúgbrauðsmjöl, súkkulaði, pistasíumjöl, verbenaolíurjómi og plómusafi #kokkerietPönnukaka með krabba, sítrónu og stökkum kartöflum #kokkerietÍ brauði var tvenns konar hveiti, frá Manitoba og Jótlandi og karameliserað smjör með. #kokkerietSavoy kálböggull, inni í var hörpuskel og hvítkál og hvítt smjör (beurre blanc) og graskersfræ #kokkerietHumar á teini með niðursoðnum skeljum og stikilsberjum #kokkerietPorcinisveppakæfa, súrsaður laukur, með gulum rauðrófum #kokkerietRauðrófa hrá og bökuð, geitaostur, trufla, timian- og kirsuberjasíró, borið á reykjarkolum #kokkerietSellerírót, sandhverfa og bjarnarlauk (ramson) #kokkerietBoeuf Marlon með steinselju, kálfakjöt rifið og laukur í skel #kokkerietPera, furuolía kavíar og sorbet #kokkeriet
Skonsubrauðterta. Í mínu ungdæmi voru brauðtertur einfaldlega skonsubrauðtertur, það var svo ekki fyrr en seinna að ég sá að til voru aðrar útgáfur. Þegar ég sé skonsubrauðtertur fer um mig notaleg sælutilfinning. Skrautið á brauðtertunum skiptir miklu máli, alveg jafnmiklu máli og brauðmetið og salatið
Matreiðslunámskeið á Akranesi. Það var létt yfir þessum kvennahópi sem kom á matreiðslunámskeið á Akranesi. Við skemmtum okkur öll konunglega og átum svo á okkur gat í lokin :)