Flak á Patreksfirði – fiskisúpa með austurlenskum tóni #Ísland

flak fiskisúpa partó sonja dietz píla pílukast patreksfjörður kristján guðmundur sigurðsson sonja veitingastaður fiskur beitningaskúr gígja
Einar vert færir Sonju og Guðmundi fiskisúpuna góðu

Flak á Patreksfirði – fiskisúpa með austurlenskum tóni

FLAK eru tveir gamlir beitningaskúrar á Patreksfirði, sem hafa verið sameinaðir og gerðir upp. Mjög töff, skemmtilega hrátt en um leið hlýlegt.

FLAKPATREKSFJÖRÐURFISKURPATREKSFJÖRÐUR — — FERÐAST UM ÍSLAND

.

Bragðmikil og gómsæt fiskisúpa

Okkur datt í hug að borða eitthvað létt svona einu sinni, eftir ofát sumarsins. Fréttum af geggjaðri fiskisúpu á Flaki hjá Einari og Gígju. Nema hvað. Hún var svo góð að við fengum ábót þangað til við vorum afvelta. Eina ferðina enn.

Súpan er aðeins elduð með fiski sem kom í land samdægurs, með sjávarjurtum, blóðbergi, paprikumauki og þangskeggi, en um leið með austurlenskum keim, kafírlaufi og anís. Þetta hljómar svolítið sérstakt, en er líka sérstakt og hrikalega gott.

Brakbrauð með hummús á FLAK
Parmesankex með sesam-majó, harðfiskur frá Kalla með þeyttu þangsmjöri og ristuð hnetublanda með sesamkeim

Með súpunni fengum við okkur snakk, sem var parmesankex með sesam-majó, harðfiskur frá Kalla með þeyttu þangsmjöri og ristuð hnetublanda með sesamkeim. Þetta kláraðist á svipstundu, enda ofboðslega lystugt.

PÍLUKEPPNI. Albert, Guðmundur og Sonja

Í lokin skelltum við okkur í pílukast, skiptum í lið, aðkomumenn og heimafólk og munaði minnstu að við ynnum. Ekki alveg samt…

Páll tók þátt í pílukeppninni
Í frystiklefanum innaf beitningaskúrnum er nú ljósmyndasýning með gömlum myndum teknum á Patreksfirði

FLAK á Patreksfirði

FLAKPATREKSFJÖRÐURFISKURPATREKSFJÖRÐUR — — FERÐAST UM ÍSLAND

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Lifrarbuff frá Eskifirði

Lifrarbuff

Lifrarbuff frá Eskifirði. Þessi uppskrift birtist í DV í maí árið 1987. Blaðamenn neytendasíðu blaðsins hafa greinilega óskað eftir auðveldum, ódýrum og jafnframt næringarríkum hvunndagsuppskriftum í dálki sem kallaður er Uppskriftaþeysa DV. Sólveig systir mín sendi inn þessa líka fínu uppskrift. Í textanum kemur fram að hráefnið kosti innan við 100 kr. og dugi vel í tvær máltíðir fyrir hjón með eitt barn. Ástæðan fyrir því að uppskriftin birtist hér er að frænka mín hringdi og sagði mér að þessi uppskrift hafi fylgt þeim hjónum alla þeirra búskapartíð. Nú eru hins vegar góð ráð dýr því hún finnur hvergi uppskriftina - hún var þess fullviss að hún væri til hér á bæ....

Hollenskt jólabrauð (Kerststollen)

Hollenskt jólabrauð (Kerststollen). Soffía Vagnsdóttir setti inn mynd á fasbókina af girnilegu hollensku jólabrauði sem eiginmaður hennar bakaði. Ljúflega tóku þau hjónin í að deila uppskriftinni „Þær eru margar gómsætu uppskriftirnar sem hann Roland minn hefur fært inn í okkar tæplega 30 ára búskap. Reyndar er hann svo góður matreiðslumeistari að ég hef fundið mig knúna til að hverfa að verulegu leyti úr eldhúsinu nema til að vaska upp og taka til eftir matinn. Ég gæti aldrei toppað það sem hann getur galdrað og oft úr engu, svei mér þá. Hann er með þetta í puttunum, veit hvaða hráefni passar með hverju, þekkir skammtana (jafnvel þó Íslendingar þurfi miklu stærri skammta en aðrar þjóðir☺) og kann að bera fallega fram.

Frönsk laukbaka, tarte à l’oignon frá Parísardömunni

Frönsk laukbaka, tarte à l’oignon Kristín Jónsdóttir Parísardama tók vel í að vera gestabloggari. Hún bauð nokkrum Íslendingum í lautarferð í Parc des Buttes-Chaumont garðinn í París. Þetta var eins konar Pálínuboð því flestir komu með góðgæti með sér