Gulróta- og linsusúpa

Gulróta- og linsusúpa gulrætur súpa vegan vegansúpa kókosmjólk linsubaunir vegan hveitilaus
Gulróta- og linsusúpa

Gulróta- og linsusúpa

Þó súpan sé ekkert sérstaklega sterk geta þeir sem vilja hafa hana mildari minnkað kryddið.  Það er kannski ekki besta aðferðin að mæla gulrætur í stykkjatali þar sem þær eru jú misstórar. Þegar ég var búinn að skera þær niður mældust þær um þrír bollar.

.

GULRÆTURSÚPURLINSURGRÆNMETI

.

Gulróta- og linsusúpa

Gulróta- og linsusúpa

1 laukur, saxaður
olía til steikingar
ca 1 msk rifið ferskt engifer
10 gulrætur, skornar í bita
1 msk karrý
1 tsk chili
5-7 dl vatn
1 ds kókosmjólk
grænmetiskraftur
1 dl linsubaunir
salt og pipar

 

Steikið laukinn í olíunni, bætið við engifer og karrýi og steikið áfram. Látið gulrætur, engifer, chili, vatn, grænmetiskraft, linsubaunir, salt og pipar saman við og sjóðið í um 25 mín. Bætið kókosmjólkinni við í lokin og maukið súpuna.

.

GULRÆTURSÚPURLINSURGRÆNMETI

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Jarðarberjaterta með Royalbúðingskremi

Jarðarberjaterta

Jarðarberjaterta með Royalbúðingskremi. Í barnæsku þóttu mér Royalbúðingar alveg einstaklega góðir - sérstaklega þessi með karamellubragði - og borðaði þá af mikilli áfergju.

Það er ágætt setja tertuna saman og láta hana standa í 5-7 klst áður en hún er borin á borð. Þannig mýkjast botnarnir, en það er ekki gott að hafa þá of mjúka. Í Matarbúri Kaju fékk ég karamelludropa sem ég setti saman við kremið og fékk þar reyndar líka hindberjadropa sem fór saman við jarðarberjarjómann. Hindberjadroparnir gefa bæði bragð og fallegan lit. Hátiðleg terta sem lætur vel í munni og fer vel á öllum veisluborðum.

Bláberja-pæ

Bláberja-pæ. Þegar ég sá uppskriftina fyrst runnu á mig tvær grímur: bláber, kanill og sítrónusafi!!! En ágætt að dæma ekki um of fyrirfram. Þannig að bakan var útbúin og öllum líkaði vel. Pæ-deigið má útbúa deginum áður og geyma í ísskáp.

Kínóa með rauðrófum

Kínóa

Kínóa með rauðrófum. Það er ágætt að eiga alltaf nokkur avókadó á borði eða í ísskápnum, þau þroskast á mislöngum tíma. Avókadó er kjörið í bústið, í salöt eða sem biti milli mála. Rauðrófur, avókadó og kínóa - þetta þrennt er bráðhollt, já og svo er þetta glúteinlaust.

Blóðnasir hættu eftir að mataræði var tekið í gegn

Blóðnasir

BLÓÐNASIR. Allar götur síðan ég man eftir mér hef ég fengið blóðnasir að minnsta tilefni. Mjög oft hefur verið brennt fyrir en ekkert breyttist við það. U.þ.b. þremur vikum eftir að við gerðumst grænmetisætur hætti ég að fá blóðnasir og hef ekki fengið síðan.

Klementínukaka – mjúk kaka sem leikur við bragðlaukana

Klementínukaka

Klementínukaka. Mjög bragðgóð terta, mjúk og sem leikur við bragðlaukana. Á okkar dögum fást flestir ávextir hér allt árið um kring, nema þá helst klementínur og mandarínur. Þær minna okkur á að nú styttist til jóla.