Lárperur geta verið hættulegar

avókadó
Lárperur

Lárperur eru bæði hollar og góðar. Sjálfum finnst mér ágætt að kaupa harðar lárperur og nota þær svo eftir því sem þær þroskast.

Það er ekki vandalaust að taka steininn úr lárperu. Samkvæmt fréttum eru slys við það nokkuð algeng. Í Bretlandi vilja læknar vara við hættunni sem fylgir því að taka steininn úr með miðum á umbúðunum. Algengasta aðferðin er að skera lárperuna í tvennt, inn að steini, og snúa hana síðan í sundur. Eftir það er helmingurinn sem steinninn er í lagður í lófann og beittum hnífi hoggið þéttingsfast í steinninn þannig að hann sitji fastur. Eftir það er auðvelt að losa steininn.

Til eru sérstakir lárperuhnífar og myndbönd á netinu sem sýna hvernig gott er að bera sig að.

AVÓKADÓ

Lárperur eru bæði hollar og góðar

🥑

— LÁRPERUR GETA VERIÐ HÆTTULEGAR —

🥑

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Þunglyndismeðferð sem byggist á mataræði

Þunglyndismeðferð sem byggist á mataræði. Glútein, mjólkurvörur, koffín og sykur er meðal þeirra efna sem fólk, sem glímir við þunglyndi, ætti að forðast til að bæta líðan sína. Þrír þunglyndissjúklingar sýndu verulegar framfarir eftir sex mánaða meðferð þar sem þeir voru fræddir um mikilvægi mataræðis fyrir geðheilsu og farið var í reglulegar gönguferðir.

Klæðnaður í boðum

Dress code - IMG_1713Dress code - IMG_1711

Klæðnaður í boðum. Stundum er fólk beðið að vera klætt á ákveðinn hátt í veislum, oft nefnt dress code. Ef ekkert er tekið fram er þetta oftast frekar frjálst enda teljum við okkur frjálsleg. Komi hins vegar boð frá forsetanum, sendiherrum eða öðrum slíkum þá förum í við sparifötin og setjum á okkur hálstau piltar. Ef ykkur konur er t.d. boðið í veislu með Margréti Danadrottningu (við búum við hliðina á danska sendiráðinu og sjáum drottninguna stundum út um gluggann) þá erum við að tala um síð pils, draktir eða kjóla - og það sem svo oft gleymist; farið í hárgreiðslu eða takið hárið upp. Karlmenn þurfa að sjálfsögðu líka að kemba hár sitt vel.

Matarhátíð Búrsins í Hörpu

Matarhátíð Búrsins í Hörpu 25. og 26. nóvember 2017. Glæsileg Matarhátíð Búrsins stendur yfir í Hörpu um helgina. Þeir sem ekki fóru í dag ættu að drífa sig á morgun. Því miður komst ég ekki yfir að koma við í öllum básum. Framtakið er til fyrirmyndar og öll sú gæðafæða sem þarna er í boði. Mikið getum við verið stolt af okkar matarfrumkvöðlum og því sem þeir eru að gera.