Auglýsing
páll bergþórsson þorgrímsstaðir ÞÚFNAVELLIR breiðdalur FLJÓTSTUNGA HVÍTÁRSÍÐA
Páll Bergþórsson leggur lokahönd á veðurspá dagsins á 96 ára afmælisdaginn

Páll Bergþórsson er afmælisbarn dagsins. Í rúman áratug hefur hann birt veðurspá á fasbókinni, eins og hann vill kalla facebook, veðurspá sem hann vinnur að í um tvo tíma á hverjum morgni.

PÁLL BERGÞÓRSSON FASBÓKEFTIRLÆTISRÉTTURINN MINNÞÚFNAVELLIR

.

Þóra Fríða Sæmundsdóttir, Páll Bergþórsson, Baldur pálsson , Jón Steinar gunnlaugsson , Kristín pálsdóttir , Albert Eiríksson og Bergþór
Börn og tengdabörn Páls, f.v. Þóra Fríða, Páll, Baldur, Jón Steinar, Kristín, Albert og Bergþór

Í tilefni afmælisins fór hann ásamt börnum og tengdabörnum út að borða. Páll er mikill umhverfis- og dýraverndunarsinni. Fyrir nokkrum árum hætti hann að borða kjöt og hefur oft talað um að gerast grænmetisæta. Það kom því ekkert sérstaklega á óvart að hann valdi sér for-, aðal- og eftirrétti af vegan-matseðli.

Fyrir ári síðan fórum við Bergþór í fallhlífastökk. Páll fór með okkur austur að Hellu og fannst þetta mjög áhugavert og pantaði sér í fallhlífarstökk á 95 ára afmælisdeginum.

Páll gáir til veðurs „fyrir allar aldir“ á Þorgrímsstöðum í Breiðdal
Bergþór og Páll á göngu

Hvern morgun byrjar Páll á því að gera leikfimisæfingar. Eftir að hafa birt veðurspána fer hann út að ganga með stafi og gengur í um þrjú korter.

Unnið að veðurspá á Þúfnavöllum í Hörgárdal í júlí 2019

Á ferðalagi okkar um landið í sumar tók hann tölvuna með og birti hvern morgun veðurspá – ekkert sumarfrí þó styttist í aldarafmælið.

Á 94 ára afmælisdeginum gekk Páll ásamt fjölskyldu á Esjuna
Árið 1981 kom út bókin Eftirlætisrétturinn minn. Þar er þessi uppskrift frá Páli

.

PÁLL BERGÞÓRSSON FASBÓKEFTIRLÆTISRÉTTURINN MINN

— PÁLL AFMÆLISÖÐLINGSDRENGUR —

.

Auglýsing