Páll Bergþórsson afmælisöðlingsdrengur

páll bergþórsson þorgrímsstaðir ÞÚFNAVELLIR breiðdalur FLJÓTSTUNGA HVÍTÁRSÍÐA bergþór pálsson veðurspá
Páll Bergþórsson leggur lokahönd á veðurspá dagsins á 96 ára afmælisdaginn

Páll Bergþórsson afmælisöðlingsdrengur

Páll Bergþórsson er afmælisbarn dagsins. Í rúman áratug hefur hann birt veðurspá á fasbókinni, eins og hann vill kalla facebook, veðurspá sem hann vinnur að í um tvo tíma á hverjum morgni.

PÁLL BERGÞÓRSSON FASBÓKEFTIRLÆTISRÉTTURINN MINNÞÚFNAVELLIR –– BERGÞÓR —

.

Þóra Fríða Sæmundsdóttir, Páll Bergþórsson, Baldur pálsson , Jón Steinar gunnlaugsson , Kristín pálsdóttir , Albert Eiríksson og Bergþór
Börn og tengdabörn Páls, f.v. Þóra Fríða, Páll, Baldur, Jón Steinar, Kristín, Albert og Bergþór

Í tilefni afmælisins fór hann ásamt börnum og tengdabörnum út að borða. Páll er mikill umhverfis- og dýraverndunarsinni. Fyrir nokkrum árum hætti hann að borða kjöt og hefur oft talað um að gerast grænmetisæta. Það kom því ekkert sérstaklega á óvart að hann valdi sér for-, aðal- og eftirrétti af vegan-matseðli.

Fyrir ári síðan fórum við Bergþór í fallhlífastökk. Páll fór með okkur austur að Hellu og fannst þetta mjög áhugavert og pantaði sér í fallhlífarstökk á 95 ára afmælisdeginum.

Páll gáir til veðurs „fyrir allar aldir” á Þorgrímsstöðum í Breiðdal
Bergþór og Páll á göngu

Hvern morgun byrjar Páll á því að gera leikfimisæfingar. Eftir að hafa birt veðurspána fer hann út að ganga með stafi og gengur í um þrjú korter.

Unnið að veðurspá á Þúfnavöllum í Hörgárdal í júlí 2019

Á ferðalagi okkar um landið í sumar tók hann tölvuna með og birti hvern morgun veðurspá – ekkert sumarfrí þó styttist í aldarafmælið.

Á 94 ára afmælisdeginum gekk Páll ásamt fjölskyldu á Esjuna
Árið 1981 kom út bókin Eftirlætisrétturinn minn. Þar er þessi uppskrift frá Páli

.

PÁLL BERGÞÓRSSON FASBÓKEFTIRLÆTISRÉTTURINN MINN -– BERGÞÓR —

— PÁLL AFMÆLISÖÐLINGSDRENGUR —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.