Páll Bergþórsson afmælisöðlingsdrengur
Páll Bergþórsson er afmælisbarn dagsins. Í rúman áratug hefur hann birt veðurspá á fasbókinni, eins og hann vill kalla facebook, veðurspá sem hann vinnur að í um tvo tíma á hverjum morgni.
— PÁLL BERGÞÓRSSON — FASBÓK — EFTIRLÆTISRÉTTURINN MINN — ÞÚFNAVELLIR –– BERGÞÓR —
.
Í tilefni afmælisins fór hann ásamt börnum og tengdabörnum út að borða. Páll er mikill umhverfis- og dýraverndunarsinni. Fyrir nokkrum árum hætti hann að borða kjöt og hefur oft talað um að gerast grænmetisæta. Það kom því ekkert sérstaklega á óvart að hann valdi sér for-, aðal- og eftirrétti af vegan-matseðli.
Fyrir ári síðan fórum við Bergþór í fallhlífastökk. Páll fór með okkur austur að Hellu og fannst þetta mjög áhugavert og pantaði sér í fallhlífarstökk á 95 ára afmælisdeginum.
Hvern morgun byrjar Páll á því að gera leikfimisæfingar. Eftir að hafa birt veðurspána fer hann út að ganga með stafi og gengur í um þrjú korter.
Á ferðalagi okkar um landið í sumar tók hann tölvuna með og birti hvern morgun veðurspá – ekkert sumarfrí þó styttist í aldarafmælið.
.
— PÁLL BERGÞÓRSSON — FASBÓK — EFTIRLÆTISRÉTTURINN MINN -– BERGÞÓR —
— PÁLL AFMÆLISÖÐLINGSDRENGUR —
.