Heiðurshjónin Jón og Guðrún á Þorgrímsstöðum voru með steikta blálöngu í matinn þegar okkur bar að garði í Breiðdalnum.
Í sveppasósunni var skarlottlaukur, sveppir, hvítlaukur, grænmetisteningur, rjómi, piparostur, mjólkursletta, cayenna pipar, og koníkssletta. Grænmetið var fyrst saxað og steikt í ólífuolíu og smjöri áður en hitt fór saman við.
Blálangan var sett í form og yfir var stráð vel af sítrónupipar. Síðan var sósunni hellt yfir blálönguna og eldað í ofni. Með voru nýuppteknar kartöflur, bakaðir litlir tómatar og ofnbakaður aspas.
— FISKUPPSKRIFTIR — FISKUR Í OFNI — BREIÐDALUR —