Blálanga með sveppasósu

Blálanga með sveppasósu, bakaðir tómatar, kartöflur og aspas þorgrímsstaðir breiðdal breiðdalur jón b stefánsson guðrún sveinsdóttir silfurberg
Blálanga með sveppasósu, bakaðir tómatar, kartöflur og aspas

Heiðurshjónin Jón og Guðrún á Þorgrímsstöðum voru með steikta blálöngu í matinn þegar okkur bar að garði í Breiðdalnum.

Í sveppasósunni var skarlottlaukur, sveppir, hvítlaukur, grænmetisteningur, rjómi, piparostur, mjólkursletta, cayenna pipar, og koníkssletta. Grænmetið var fyrst saxað og steikt í ólífuolíu og smjöri áður en hitt fór saman við.
Blálangan var sett í form og yfir var stráð vel af sítrónupipar. Síðan var sósunni hellt yfir blálönguna og eldað í ofni. Með voru nýuppteknar kartöflur, bakaðir litlir tómatar og ofnbakaður aspas.

 FISKUPPSKRIFTIR FISKUR Í OFNIBREIÐDALUR

— BLÁLANGA MEÐ SVEPPASÓSU —

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Álfacafé á Borgarfirði eystra #Ísland

IMG_4700

Álfacafé á Borgarfirði eystra. Það er aðdáunarvert hversu framarlega Borgfirðingar standa í ferðamálum og hafa gert síðustu áratugina. Einhver óvanalegasta hönnun á veitingastað er á Álfacafé á Borgarfirði eystra. Það má sjá mjög stóra steina innandyra, sagaðar steinborðplötur og á veggjum eru meðal annars myndir eftir Kjarval af Borgfirðingum. Daglega allt sumarið er hægt að fá kjarngóða fiskisúpu sem er einstaklega bragðgóð. Með henni er borið fram heimabakað brauð.

Kunnið þér borðsiði?

Heimilisalmanak

Kunnið þér borðsiði? „Þó þér getið talað öll mál veraldarinnar og kunnið vel flesta mannasiði, er það lítils virði, ef þér kunnið ekki borðsiði svo vel, að þér getið borðað með hverjum sem er, og hvar sem er í heiminum.“

– Helga Sigurðardóttir, Heimilis almanak, 1942.

Um nesti

Maturogdrykkur

Um nesti. Gott og heilsusamlegt er að fara á sunnudögum út úr bænum, og fegurst er náttúra landsins snemma morguns. En þá er nauðsynlegt að hafa fjölfengt nesti með sér til þess að gera daginn sem ánægjulegastan. En þá koma skyldur húsmóðurinnar til greina. Venjulega hafa menn smurt brauð með sér í nesti, en oft er það mismunandi girnilegt eða lostætt, þegar til á að taka. Til þess að gera máltíðina sem mest aðlaðandi, verið þið að hafa með mislitan dúk bréfpentudúka, pappadiska og hnífapör. Þar að auki flöskuopnara, tappatogara og dósahníf, salt og pipar og annað krydd, ef með þarf. Þá kemur maturinn, og hvað eigum við nú að borða?