Blálanga með sveppasósu

Blálanga með sveppasósu, bakaðir tómatar, kartöflur og aspas þorgrímsstaðir breiðdal breiðdalur jón b stefánsson guðrún sveinsdóttir silfurberg
Blálanga með sveppasósu, bakaðir tómatar, kartöflur og aspas

Heiðurshjónin Jón og Guðrún á Þorgrímsstöðum voru með steikta blálöngu í matinn þegar okkur bar að garði í Breiðdalnum.

Í sveppasósunni var skarlottlaukur, sveppir, hvítlaukur, grænmetisteningur, rjómi, piparostur, mjólkursletta, cayenna pipar, og koníkssletta. Grænmetið var fyrst saxað og steikt í ólífuolíu og smjöri áður en hitt fór saman við.
Blálangan var sett í form og yfir var stráð vel af sítrónupipar. Síðan var sósunni hellt yfir blálönguna og eldað í ofni. Með voru nýuppteknar kartöflur, bakaðir litlir tómatar og ofnbakaður aspas.

 FISKUPPSKRIFTIR FISKUR Í OFNIBREIÐDALUR

— BLÁLANGA MEÐ SVEPPASÓSU —

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Hríseyjarfiskisúpan góða

 

 

Hríseyjarfiskisúpan góða. Víða um Ísland leynast sælkeraáningastaðir sem vert er að stoppa við, líta inn, svala forvitninni, fá sér að borða eða taka með lítilræði. Aðalsteinn Bergdal einkaleiðsögumaður okkar í Hrísey byrjaði á að fara með okkur til Bigga bakara í Eyjakaffi í Brynjólfshúsi í fiskisúpu.  Þau hjónin ákváðu að breyta sumarhúsi sínu í kaffihús. Þarna sátum við næstum því í fjöruborðinu, borðuðum dásemdar fiskisúpu með þorski í sem veiddur var rúmum klukkutíma áður. Með kaffinu á eftir fengum við okkur tertusneiðar sem bakarameistarinn galdraði fram. Gríðarlegur metnaður í Eyjakaffi vel gert.

Omnom – íslensk súkkulaðigerð og súkkulaðiskóli

Omnom

Omnom - íslensk súkkulaðigerð og súkkulaðiskóli Það er vinsælt að fara í súkkulaðikynningu í Omnom. Það er áhugavert fyrir súkkulaðinörda og líka venjulegt fólk. Þar er lögð svo mikil alúð í framleiðsluna að líkja má því við nostur afburða rauðvínsframleiðenda

Bananabrauð með súkkulaði og möndlum

bananabrauð

Bananabrauð með súkkulaði og möndlum. Hér á bæ var bakað með kaffinu í dag eins og stundum áður. Það þarf hvort handþeytara né hrærivél þegar þetta bananabrauð er útbúið, ágætt að nota gaffal til að stappa bananana og hræra svo restinni saman við með sleif. Já og svo fer núna fram mikill áróður gegn sykri, í þessu brauði er enginn viðbættur sykur. Bananabrauð bragðaðist enn betur með þunnu lagi af mascarpone en auðvitað er líka gott að nota annað viðbit.